Kvöld og helgarþjónusta -félagsliði í stuðningsþjónustu
Fjölskyldu- og barnamálasvið Hafnarfjarðar óskar eftir að ráða starfsfólk í vaktavinnu við stuðningsþjónustu.
Um framtíðarstarf er að ræða og er unnið á vöktum, morgunvaktir, kvöldvaktir og helgarvaktir - engar næturvaktir. Einnig er hægt að taka eingöngu kvöld og helgarvaktir. Æskilegt að starfsmaður geti byrjað sem fyrst.
Stuðningsþjónustan ber ábyrgð á fjölbreyttri þjónustu við íbúa Hafnarfjarðar. Leitast er við að veita einstaklingsmiðaða þjónustu.
Helstu verkefni:
- Persónuleg aðstoð og stuðningur við næringu og hreyfingu
- Veitir aðstoð við innkaup
- Gefur fyrirframskömmtuð lyf
- Stuðningur vegna vinnu og virkni
- Að setja upp áætlanir er varða heimili, uppeldi og virkni í samfélaginu í samráði við flokkstjóra og yfirmann
- Að setja upp áætlanir og aðstoða með skipulag heimilis, þrif, og fleira.
- Samstarf við aðra starfsmenn stuðningsþjónustunnar
- Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Próf af styttri námsbrautum s.s. félagsliðanám eða sjúkraliðanám
- Reynsla af starfi í stuðningsþjónustu
- Jákvæðni í starfi, þjónustulund og góð samskiptafærni
- Frumkvæði, skipulögð vinnubrögð og sjálfstæði í starfi
- Færni í helstu tölvuforritum t.d. Word, Excel og Outlook
Umsóknarfrestur er til og með 11. október 2024.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Verkalýðsfélagsins Hlífar.
Nánari upplýsingar veitir Elín Ósk Baldursdóttir deildarstjóri elinob@hafnarfjordur.is eða í síma 585 5500.
Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.