Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Kvensjúkdóma- og fæðingarlæknir HH

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, HH, leitar að sérfræðingi í kvensjúkdóma- og fæðingarlækningum við mæðravernd stofnunarinnar. Um er að ræða ótímabundið starf og er starfshlutfall 50-100% eða samkvæmt nánara samkomulagi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. janúar nk. eða eftir nánari samkomulagi. Einnig kemur til greina að ráða lækni í sérnámi sem hefur áhuga á hlutastarfi samhliða námi.

HH er næst stærsta heilbrigðisstofnun landsins þar sem starfar sérhæft og metnaðarfullt starfsfólk í hvetjandi og áhugaverðu starfsumhverfi
þar sem frumkvæði og sjálfstæði þeirra fær að njóta sín. Rík áhersla er á þverfaglega samvinnu ásamt nýsköpun sem veitir tækifæri til þróunar í faglegu starfi. Hlutverk HH er að veita íbúum höfuðborgarsvæðisins aðgengilega, samfellda og alhliða heilbrigðisþjónustu.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Sjálfstæð sérfræðiþjónusta og ráðgjöf í mæðravernd
  • Ráðgefandi varðandi sérhæfða meðferð í mæðravernd til annarra starfsmanna innan HH og landsvísu
  • Koma að hagræðingu og skipulagningu þjónustunnar
  • Þátttaka í teymisvinnu sem sinnir innleiðingu faglegra leiðbeininga og nýjunga á sviði mæðraverndar
  • Stuðla að eflingu innlendra og erlendra samskipta á sviði mæðraverndar
  • Stuðla að vísinda-, þróunar-, og gæðastarfi á sínu fagsviði í samvinnu við starfsmenn HH
  • Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Íslenskt lækningaleyfi
  • Sérfræðimenntun í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp
  • Skipulagshæfni, sjálfstæði í starfi og öguð vinnubrögð
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum
  • Áreiðanleiki, faglegur metnaður, jákvæðni og sveigjanleiki
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Íslenskukunnátta er skilyrði
Auglýsing stofnuð7. nóvember 2023
Umsóknarfrestur27. nóvember 2023
Starfstegund
Staðsetning
Álfabakki 16, 109 Reykjavík
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.LæknirPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Skipulag
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar