Fjarðabyggð
Fjarðabyggð er það sveitarfélag sem austast liggur á landinu með rúmlega 5.000 íbúa. Það varð til við samruna 14 sveitarfélaga sem fór fram í nokkrum áföngum á árunum 1988 til 2018 og er Fjarðabyggð því eitt yngsta sveitarfélag landsins. Þú ert á góðum stað eru kjörorð sveitarfélagsins.
Í Fjarðabyggð eru stórbrotnir firðir og tignarleg fjöll aðeins brot af því besta. Menning og fjölbreytt mannlíf er ekki síður minnistætt þeim sem heimsækja sveitarfélagið. Eitt af öðru raða lágreist sjávarþorpin sér meðfram strandlengjunni, hvert með sínum bæjarbrag og áhugaverðu sérkennum.
Bæjarkjarnar sveitarfélagsins eru sjö talsins og jafnan kenndir við firðina eða víkurnar sem þeir standa við. Það er þó ekki einhlítt. Neskaupstaður í Norðfirði er fjölmennasta byggðin, með um 1.500 íbúa, en minnst er Brekkuþorp í Mjóafirði með 15 íbúa. Á Eskifirði eru íbúar um 1.000 talsins og tæplega 1.300 búa á Reyðarfirði. Á Fáskrúðsfirði eru íbúar um 700, um 200 manns búa á Stöðvarfirði og í Breiðdal búa einnig um 200 manns.
Fjarðabyggð byggir á sterkum grunni hvað atvinnu- og verðmætasköpun varðar. Gjöful fiskimið eru undan ströndum Austfjarða og er útgerð og vinnsla sjávarafurða ein af meginstoðum atvinnulífsins ásamt álframleiðslu og tengdum þjónustugreinum. Verslun og þjónusta gegna einnig mikilvægu hlutverki og hefur ferðaþjónusta vaxið hratt á undanförnum árum. Þá jókst mikilvægi landbúnaðar í Fjarðabyggð árið 2018 með sameiningu sveitarfélagsins við landbúnaðarhéraðið Breiðdal.
Kvenkyns sundlaugavörður
Laus eru til umsóknar staða kvenkyns sundlaugarvarðar hjá sundlaug Norðfjarðar. Um 100% tímabundið starf er að ræða til 1 september 2025
Helstu verkefni og ábyrgð
- Öryggisvarsla við sundlaug og sundlaugarsvæði
- Baðvarsla í klefum
- Afgreiðsla og önnur þjónusta við gesti
- Almenn Þrif
Menntunar- og hæfniskröfur
- Standast hæfnispróf sundstaða.
- Góð tungumálakunnátta í íslensku og ensku.
- Góð samskiptahæfni.
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Hreint sakavottorð.
Fríðindi í starfi
- Íþrótta- og tómstundarstyrkur
- Vinnutímastytting
Auglýsing birt1. október 2024
Umsóknarfrestur15. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaMeðalhæfni
Staðsetning
Hafnargata 2, 730 Reyðarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (9)
Forstöðumaður Menningarstofu Fjarðabyggðar
Fjarðabyggð
Forstöðumaður bókasafns Norðfjarðar
Fjarðabyggð
Slökkviliðsstjóri slökkviliðs Fjarðabyggðar
Fjarðabyggð
Stuðningsfulltrúi við Eskifjarðarskóla
Fjarðabyggð
Deildarstjóri sérkennslu við Eskifjarðarskóla
Fjarðabyggð
Þroskaþjálfi við Eskifjarðarskóla
Fjarðabyggð
Skólastjóri Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar
Fjarðabyggð
Aðstoðarskólastjóri Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar
Fjarðabyggð
Frístundarleiðbeinandi í félagsmiðstöðvar Fjarðabyggðar
Fjarðabyggð
Sambærileg störf (12)
Öryggisverðir í vaktavinnu á Suðurnesjum
Öryggismiðstöðin
Gestgjafar Sky Lagoon / Hosts at Sky Lagoon
Sky Lagoon
Þjónusta í apóteki - Austurver
Apótekarinn
Hlutastarf sem barþjón hjá Skuggabar
Skuggabaldur ehf.
Fullt starf í verslun
Zara Smáralind
Reykjanesbær: Leitum að aðila með reynslu af byggingavörum
Húsasmiðjan
Starfsmaður í verslun - Selfossi
Lífland ehf.
Starfsmaður á kassa í Húsasmiðjunni í Hafnarfirði
Húsasmiðjan
Akureyri - Starfsfólk í Verslun - Hlutastarf
JYSK
Næturstarfsmenn/night shifts
Bæjarins beztu pylsur
Starfsmaður á veitingarstað og í verslun/Employees wanted
Public deli ehf.
Óskum eftir fólki í afgreiðslu og þjónastörf í hlutastarf
Íslenska Flatbakan