

Íþróttamiðstöðin í Vogum óskar eftir kvenkyns starfsfólki
Sveitarfélagið Vogar óskar eftir að ráða kvenkyns starfsmenn í Íþróttamiðstöðina í Vogum. Um er að ræða vaktavinnu, annars vegar 90% starfshlutfall, þar sem vinnutíminn er frá 6:30 – 13:00 alla virka daga, sem og kvöldvakt þar sem unnið er á 2-2-3 vaktafyrirkomulagi og vinnutíminn þá 13:00 - 21:45 virka daga og 10:00 - 16:00 á helgum.
Óskað er eftir að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
· Afgreiðsla og þjónusta við gesti íþróttamiðstöðvar.
· Klefa- og sundlaugargæsla.
· Almenn þrif og ræstingar á mannvirkinu.
· Önnur tilfallandi verkefni.
· Reynsla af sambærilegum störfum er kostur.
· Reynsla af þjónustustarfi er kostur.
· Æskilegt er að viðkomandi geti tjáð sig bæði á íslensku og ensku.
· Lágmarks tölvukunnátta.
· Gerð er krafa um ríka þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum.
· Stundvísi, snyrtimennska, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
· Gerð er krafa um hreint sakavottorð.
· Lágmarksaldur umsækjanda er 18 ára
· Viðkomandi þarf að standast hæfnispróf skv. reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum, sjá upplýsingar á vef Umhverfisstofnunar um hæfnispróf starfsmanna sundlauga. Vinnuveitandi skipuleggur og greiðir fyrir hæfnispróf.
Íþróttamiðstöðin í Vogum er reyklaus vinnustaður.
Íslenska










