RARIK ohf.
RARIK ohf.
RARIK ohf.

Kraftmikill kerfisstjóri

Viltu stýra stærstu dreifiveitu landsins? Við leitum að kraftmiklum stjórnanda til að leiða deild kerfisstjórnar hjá RARIK. Tengdu þig við okkur og taktu þátt í að byggja upp trausta undirstöðu þriðju orkuskiptanna.

Helstu verkefni og ábyrgð

Deildarstjóri kerfisstjórnar hefur yfirumsjón með vöktun og kerfisstjórnun dreifikerfa okkar sem og rekstri stjórn- og varnabúnaðar þeirra. Hann er ábyrgur fyrir áætlanagerð og kostnaðareftirfylgni og ber stjórnunarlega ábyrgð á starfsfólki deildarinnar, m.a. með því að sjá um vaktaplan og mönnun stjórnstöðvar. Við leitum að manneskju sem getur mótað og fylgt metnaðarfullri stefnu og markmiðum fyrirtækisins, tryggt gott flæði verkefna og skýra ábyrgðaskiptingu.

Menntunar- og hæfniskröfur

Viðeigandi menntun á rafmagnssviði sem samræmist kröfum til A-löggildingar rafvirkjunarstarfa, s.s. meistarabréf í rafvirkjun, rafið-, rafmagnstækni- eða rafmagnsverkfræði er skilyrði en einnig leitum við eftir framhaldsmenntun sem nýtist í starfi. Rétta manneskjan í starfið er vanur stjórnandi með þekkingu og reynslu af rekstri raforkuvirkja. Mikilvægt er að búa yfir góðum hæfileikum þegar kemur að mannlegum samskiptum og skipulögðum og sjálfstæðum vinnubrögðum.

Auglýsing birt6. mars 2025
Umsóknarfrestur23. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Dvergshöfði 2, 110 Reykjavík
Hamraendum 2
Óseyri 9, 603 Akureyri
Þverklettar 2, 700 Egilsstaðir
Larsenstræti 4, 800 Selfossi
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Skipulag
Starfsgreinar
Starfsmerkingar