Teymisstjóri íbúðarkjarna

Kópavogsbær Fannborg 6, 200 Kópavogur


Um er að ræða stöðu teymisstjóra í sex íbúða kjarna. Kjarninn veitir þjónustu til einstaklinga með einhverfu og hegðunarvanda. Starfið felst í mótun, þróun og framkvæmd faglegs starfs innan kjarnans ásamt því að veita persónulegan stuðning til íbúa. Um framtíðarstarf er að ræða.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem þroskaþjálfi eða á sviði mennta- eða félagsvísinda sem nýtist í starfinu.
  • Gerð er krafa um haldgóða reynslu af starfi með fötluðu fólki.
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum, ábyrgðarkennd og frumkvæði
  • Starfið getur verið líkamlega jafnt sem andlega krefjandi
  • Æskilegt er að viðkomandi hafi haldgóða þekkingu á hegðunarvanda. 


Helstu verkefni og ábyrgð

  • Ábyrgð á faglegu starfi í samvinnu við forstöðumann, deildarstjóra jafnt sem aðra teymisstjóra
  • Þátttaka í gerð þjónustuáætlana
  • Einstaklingsmiðaður persónulegur stuðningur við íbúa í þeirra daglega lífi, jafnt innan sem utan heimilis
  • Samvinna við starfsfólk, aðstandendur og aðra þjónustuaðila íbúa

Starfshlutfall og ráðningartími

Um er að ræða allt að 80% starf í vaktavinnu og er starfið laust nú þegar.

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Þeir sem ráðnir eru til starfa hjá Velferðarsviði Kópavogs þurfa að skila sakavottorði eða veita heimild til að leitað sé upplýsinga af sakaskrá.

Nánari upplýsingar veitir Bryngerður Bryngeirsdóttir forstöðumaður Dimmuhvarfs í s. 441 9580

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Umsóknarfrestur:

26.08.2019

Auglýsing stofnuð:

12.08.2019

Staðsetning:

Fannborg 6, 200 Kópavogur

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Heilbrigðisþjónusta Sérfræðistörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi