Sjúkraþjálfari óskast í Roðasali

Kópavogsbær Roðasalir 1, 201 Kópavogur


Roðasalir 1 er hjúkrunarheimili og dagþjálfun fyrir aldraða Kópavogsbúa með heilabilun. Þar búa tíu einstaklingar og tuttugu sækja þar dagþjálfun, auk þess sem eitt pláss er fyrir hvíldarrými.

Í Roðasölum er lögð áhersla á einstaklingsmiðaðan stuðning, félagslega samveru og heimilislegan brag. Samhentur hópur starfsmanna starfar í Roðasölum og nú vantar okkur viðbót í hópinn.

Helstu verkefni

 • Að bæta, viðhalda og endurhæfa hreyfigetu og virkni íbúa
 • Þjálfun íbúa og gerð æfingaáætlana
 • Mat á getu einstaklinga og þjónustuþörf
 • Samstarf við hjúkrunarfræðing og lækni

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Starfsleyfi sjúkraþjálfara
 • Reynsla af starfi með öldruðum er æskileg
 • Færni í mannlegum samskiptum, frumkvæði og metnaður í vinnubrögðum
 • Gott vald á íslensku er skilyrði

Ráðningartími og starfshlutfall

 • Ráðið verður í starfið frá 1. september eða eftir samkomulagi
 • Starfshlutfall er 20% og unnið er á dagvinnutíma
 • Um er að ræða tilraunaverkefni til 6 mánaða með möguleika á framtíðarstarfi

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Allir þeir sem ráðnir eru til starfa hjá velferðarsviði Kópavogs þurfa að skila sakavottorði.

Frekari upplýsingar veitir Bryndís Rut Logadóttir, deildarstjóri Roðasala, í síma 441-9621 eða bryndisrutl@kopavogur.is.

Umsóknarfrestur:

31.05.2019

Auglýsing stofnuð:

15.05.2019

Staðsetning:

Roðasalir 1, 201 Kópavogur

Starfstegund:

Hlutastarf


Starfsgreinar
Heilbrigðisþjónusta

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi