Ráðgjafi óskast í málefnum fatlaðs fólks

Kópavogsbær Fannborg 6, 200 Kópavogur


Velferðarsvið óskar eftir ráðgjafa í málefnum fatlaðs fólks
Markmið þjónustu við fatlað fólk hjá Kópavogsbæ er að veita persónulegan stuðning og einstaklingsmiðaða og sveigjanlega ráðgjöf og þjónustu.  

Unnið er eftir þeim meginhugmyndum sem birtast í lögum um þjónustu við  fatlaðs fólks með langvarandi stuðningsþarfir, lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga og mannréttindasáttmálum sem Ísland er aðili að.

Starfshlutfall og ráðningartími

 • Um hlutastarf er að ræða
 • Ráðið er í starfið tímabundið frá miðjum ágúst 2019 til 31. maí 2020.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Starfsréttindi í félagsráðgjöf
 • Reynsla og þekking á starfi með fötluðu fólki og fjölskyldum
 • Hæfni í mannlegum samskiptum og frumkvæði í starfi
 • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
 • Þekking og reynsla af starfi á sviði velferðarþjónustu sveitarfélaga er æskileg
 • Góð tölvukunnátta

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Ráðgjöf til einstaklinga og fjölskyldna fatlaðra barna.
 • Annast móttöku og úrvinnslu umsókna.
 • Annast heildstætt mat á þjónustuþörf og sér um að koma á aðstoð við einstaklinga
 • Annast skráningu í dagála, skýrslu- og samningagerð
 • Kemur að áætlanagerð um uppbyggingu og þróun nýrra úrræða.
 • Er faglegur tengill við forstöðumenn starfsstöðva í málefnum fatlaðs fólks

Frekari upplýsingar


Laun eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og Launanefndar sveitarfélaga .

Þeir sem ráðnir eru til starfa hjá velferðarsviði Kópavogs þurfa að skila sakavottorði eða veita heimild til að leitað sé upplýsinga af sakaskrá.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðlaug Ósk Gísladóttir deildarstjóri í síma 441-0000

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

 

 

Umsóknarfrestur:

29.05.2019

Auglýsing stofnuð:

15.05.2019

Staðsetning:

Fannborg 6, 200 Kópavogur

Starfstegund:

Hlutastarf


Starfsgreinar
Heilbrigðisþjónusta Sérfræðistörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi