Liðveisla - Stuðningsþjónusta við fatlaða

Kópavogsbær Fannborg 2, 200 Kópavogur


Liðveitendur óskast í stuðningsþjónustu við fatlað fólk.

Velferðarsvið Kópavogsbæjar leitar að jákvæðu og duglegu starfsfólki til að sinna fjölbreyttri stuðningsþjónustu við fatlaða einstaklinga, börn, unglinga og fullorðna í daglegu lífi innan og utan heimilis.  Markmið liðveislunnar hjá Kópavogsbæ er að veita persónulega og einstaklingsmiðaða þjónustu.

Um er að ræða starf sem miðar að hvatningu við félagslega þátttöku, tómstundi og uppbyggilega samveru og hjá börnum og unglingum getur einnig verið um heimanámsaðstoð og hjá fullorðnum við heimilihald og aðstoð við athafnir daglegs lífs.

Hæfniskröfur

  • Jákvæðni og áhuga á að starfa með fötluðum einstaklingum
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Þolinmæði og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Stundvísi, samviskusemi og reglusemi
  • Gott er að umsækjandi hafi reynslu af starfi með fötluðum en þó ekki skilyrði
  • Umsækjandi þar að hafa náð 18 ára aldri

Ráðningartími og starfshlutfall

  • Um er að ræða tímavinnu og tímabundna ráðningu
  • Vinnutími á mánuði er frá 8 til 30 klst. en fer það eftir þörfum hvers einstaklings. 


Laun eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag. 

Þeir sem ráðnir eru til starfa hjá velferðarsviði Kópavogs þurfa að skila sakavottorði eða veita heimild til að leitað sé upplýsinga af sakaskrá. 

Upplýsingar um starfið veitir Dagný Björk Pétursdóttir í s. 441 1607.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið í gegnum ráðningarvef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is 

Umsóknarfrestur:

25.04.2019

Auglýsing stofnuð:

11.04.2019

Staðsetning:

Fannborg 2, 200 Kópavogur

Starfstegund:

Tímabundið


Starfsgreinar
Þjónustustörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi