Lifandi starf í félagsmiðstöð eldri borgara

Kópavogsbær Gullsmári 13, 201 Kópavogur


Félagsmiðstöðin Gullsmári óskar eftir frístundaleiðbeinanda í lifandi og spennandi starf með eldri borgurum.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Frístundaleiðbeinandi hefur umsjón með daglegu skipulagi og framkvæmd tómstunda-, félags og menningarstarfs í félagsmiðstöðvinni
 • Annast símavörslu, þátttökuskráningar og upplýsingagjöf vegna starfseminnar.
 • Hann vinnur í anda lýðræðis á starfsstaðnum
 • Vinnur markvisst að því að auka sjálfstæði, ábyrgð og virkni þeirra sem taka þátt í starfinu
 • Annast störf í eldhúsi og kaffiteríu í hádegi og kaffitímum

 

Menntunar-  og hæfniskröfur

 • Stúdentspróf eða sambærileg menntun æskileg, ekki skilyrði
 • Framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum
 • Frumkvæði og sjálfstæði í störfum
 • Hæfni í framsetningu texta og tölvukunnáttu
 • Skipulögð og fagleg vinnubrögð
 • Góð kunnátta í íslensku máli og riti áskilin

 

Ráðningartími og starfshlutfall

 • Um er að ræða 100% starf
 • Ráðið er í starfið frá og með 19. ágúst 2019.

Nánari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Kópavogs.

Bent er á að samkvæmt lögum verða umsækjendur að skila sakavottorði.

Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um starfið. 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Amanda K. Ólafsdóttir í síma 665-2189

 

Umsóknarfrestur:

07.07.2019

Auglýsing stofnuð:

19.06.2019

Staðsetning:

Gullsmári 13, 201 Kópavogur

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Veitingastörf Þjónustustörf Skrifstofustörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi