Fjölbreytt stuðningsþjónusta við fatlað fólk

Kópavogsbær Fannborg 2, 200 Kópavogur


Velferðarsvið Kópavogsbæjar leitar að jákvæðu og duglegu starfsfólki til að sinna fjölbreyttri stuðningsþjónustu við fatlað fólk í daglegu lífi innan sem utan heimilis.

Markmið sértækrar stuðningsþjónustu hjá Kópavogsbæ er að veita persónulega, einstaklingsmiðaða og sveigjanlega þjónustu.

Ráðningartími og starfshlutfall 

Um er að ræða bæði fullt starf sem og hlutastörf sem skiptast í dag-, kvöld-nætur og helgarvaktir. Leitað er eftir starfsmönnum til framtíðar.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Minnst tveggja ára nám í framhaldskóla
  • Íslenskukunnátta
  • Reglusemi og stundvísi
  • Sjálfstæði, framtakssemi og jákvæð viðhorf í starfi
  • Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af umönnunarstörfum
  • Bílpróf

Helstu verkefni og ábyrgð

Verkefni eru breytileg eftir þörfum og óskum þeirra einstaklinga sem verið er að aðstoða hverju sinni. 

  • Einstaklingsmiðaður persónulegur stuðningur við íbúa í þeirra daglega lífi, jafnt innan sem utan heimilis
  • Almenn heimilisstörf
  • Samvinna við samstarfsfólk, aðstandendur og aðra þjónustuaðila íbúa

Laun eru samkvæmt kjarasamningum launanefndar sveitarfélaga og Starfsmannafélags Kópavogs.

Þeir sem ráðnir eru til starfa hjá velferðarsviði Kópavogs þurfa að skila sakavottorði eða veita heimild til að leitað sé upplýsinga af sakaskrá.

Upplýsingar veitir Anna Margrét Gunnarsdóttir, forstöðumaður í s. 441 9670

Umsóknarfrestur:

18.08.2019

Auglýsing stofnuð:

08.08.2019

Staðsetning:

Fannborg 2, 200 Kópavogur

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Heilbrigðisþjónusta Þjónustustörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi