DEILDARSTJÓRI ROÐASALA

Kópavogsbær Roðasalir 1, 201 Kópavogur


Roðasalir leitar að öflugum hjúkrunarfræðingi í starf deildarstjóra

Roðasalir eru heimili og dagþjálfun fyrir aldraða Kópavogsbúa með heilabilun. Þar búa tíu einstaklingar, eitt hvíldarrými er á heimilinu og tuttugu sækja þar dagþjálfun. Um er að ræða spennandi starf á góðum vinnustað.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • BS gráða í hjúkrunarfræði.
 • Reynsla af öldrunarhjúkrun og/eða framhaldsmenntun í hjúkrun er æskileg.
 • Reynsla af stjórnun og mannauðsmálum kostur.
 • Færni í mannlegum samskiptum, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
 • Tölvulæsi, metnaður í vinnubrögðum og skipulagshæfni.

 Helstu verkefni

 • Sinnir og ber ábyrgð á hjúkrunarstörfum fyrir íbúa sambýlis og dagþjálfunar.
 • Starfar með forstöðumanni að rekstri Roðasala.
 • Annast starfsmannahald í umboði forstöðumanns.
 • Er staðgengill forstöðumanns þegar við á.
 • Skipuleggur starfsemi og þjónustu dagdeildar.
 • Annast samskipti við aðstandendur og aðra fagaðila.
 • Tekur þátt í stefnumótun og þróun þjónustu við aldraða.

 

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi. Starfshlutfall er 100% og unnið er á dagvinnutíma.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Fanney Gunnarsdóttir (fanneyg@kopavogur.is), forstöðumaður Roðasala s. 441 9621.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags hjúkrunarfræðinga.

Þeir sem ráðnir eru til starfa hjá velferðarsviði Kópavogsbæjar þurfa að skila sakavottorði.

Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Umsóknarfrestur:

26.01.2019

Auglýsing stofnuð:

10.01.2019

Staðsetning:

Roðasalir 1, 201 Kópavogur

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Stjórnunarstörf Heilbrigðisþjónusta

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi