Gagnagrunnsforritari

Klappir grænar lausnir hf. Austurstræti 17, 101 Reykjavík


Ert þú bakendaforritarinn sem okkur vantar í skemmtilegan og öflugan starfsmannahóp okkar?

Helstu viðfangsefni:

•    Taka þátt í að hanna stöðugan, áreiðanlegan og skilvirkan gagnagrunn.

•    Vera vakandi fyrir því að bæta og þróa gagnagrunninn og tryggja að hann úreldist ekki.

•    Aðlaga og breyta gagnagrunninum í samræmi við óskir og gera prófanir á honum.

•    Leysa vandamál sem koma upp varðandi notkun annarra á gagnagrunninum og laga villur í honum.

•   Vinna með framenda forriturum í því að bæta notkunarviðbætur.


Kröfur um menntun, hæfni og reynslu í starfi:

•    Áhugi á gagnagrunnum, þekking og reynsla af að vinna með      gagnagrunna mikilvæg.  

     Færni í uppbyggingu gagnagrunna og gagnatilhögun.

•    Reynsla af PostgreSQL eða MS-SQL.

•    Sjálfstæð vinnubrögð og hæfni til að leysa vandamál.

•    BSc gráða í tölvunarfræði eða fagi sem nýtist í þessu starfi.


•    Áhugi á umhverfismálum er kostur


Klappir grænar lausnir hf. þróar, selur og innleiðir hugbúnað á sviði umhverfismála. Aðferðafræði og hugbúnaðarlausnir Klappa gera fyrirtækjum, sveitarfélögum og stjórnvöldum fært að setja sér mælanleg markmið um umhverfismál og upplýsa um árangur á einfaldan hátt. Við búum til hugbúnað sem viðskiptavinir okkar nota til að fá yfirsýn yfir umhverfismál sín og fylgjast með notkun sinni á eldsneyti, rafmagni og vatni og losun sorps og geta umreiknað það í CO2. Áhersla er á auðveldan aðgang og rekjanleika. Við erum öflugur hópur sem er að fást við krefjandi verkefni og við erum að leita að metnaðarfullum og skapandi einstaklingum sem vilja bætast í hópinn og taka þátt í að gera heiminn að hreinni og betri stað.

Fyrirspurnir og umsóknir sendist á: atvinna@klappir.com

 

 

Auglýsing stofnuð:

08.01.2019

Staðsetning:

Austurstræti 17, 101 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Upplýsingatækni

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi