Wolt
Wolt

Key Account Manager / Viðskiptastjóri

Hefurðu auga fyrir smáatriðum og góða samskiptahæfni? Nýturðu þess að vinna í umhverfi þar sem hraðinn er mikill? Þá viljum við endilega heyra frá þér!

Wolt er finnskt tæknifyrirtæki sem er hvað þekktast fyrir sendingarþjónustu sína. Í gegnum appið okkar geta viðskiptavinir pantað mat eða aðrar vörur frá samstarfsaðilum okkar og valið um að fá pöntunina heimsenda eða sækja hana sjálfir.

Wolt er nú starfandi á öllu höfuðborgarsvæðinu ásamt Reykjanesbæ, Selfossi og Akureyri og nær þannig til um 70% þjóðarinnar. Við erum í örum vexti og erum nú að leita að manneskju til að taka þátt í þessari spennandi vegferð með okkur og tryggja að veitinga- og verslunarsamstarfsaðilar okkar nái sem bestum árangri á Wolt.

Þess vegna leitum við að Viðskiptastjóra sem getur hjálpað nýjum veitinga- og verslunarsamstarfsaðilum að vaxa og ná árangri á Wolt.

Helstu verkefni og ábyrgð

Sem Viðskiptastjóri verður þú ábyrgur fyrir um það bil 50-70 samstarfsaðilum í veitingageiranum. Við leitum að einstaklingi sem hefur raunverulegan áhuga á að byggja upp sterkt og farsælt samstarf og hjálpa samstarfsaðilum okkar að bæta árangur sinn – sem skilar sér í betri upplifun fyrir viðskiptavini Wolt.

Þú verður hluti af samheldnu og metnaðarfullu teymi þar sem nýsköpun og samvinna eru í fyrirrúmi. Skrifstofuumhverfið okkar einkennist af góðum liðsanda, reglulegum fundum og tækifærum til að vaxa í starfi.

Þar að auki verður þú hluti af alþjóðlegu fyrirtæki sem starfar í yfir 30 löndum, allt frá Þýskalandi til Japans.

Helstu verkefni þín:

  • Byggja upp traust og farsælt samstarf við veitinga- og verslunaraðila á Íslandi.
  • Semja um betri skilmála fyrir samstarfsaðila, kynna nýjar vörur og þjónustur hjá Wolt (t.d. Wolt+ og Wolt Drive) og hjálpa þeim að auka tekjur sínar.
  • Veita ráðgjöf og aðstoð við að bæta árangur samstarfsaðila, greina gæði þjónustunnar og veita aðgang að nýjustu tækni og stefnum í gegnum Looker BI tólið.
  • Safna endurgjöf frá samstarfsaðilum og miðla henni áfram til réttra teymis innan Wolt, t.d. Vöruteymis, Markaðsdeildar og Rekstrarteymis.
  •  Draga fram tækifæri til tekjuvaxtar og beita gagnadrifinni nálgun til að hámarka árangur samstarfsaðila og Wolt.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla af viðskiptastýringu eða sambærilegum störfum þar sem þú hefur haft bein áhrif á vöxt og rekstrarárangur er kostur.
  • Háskólamenntun er kostur en ekki skilyrði.
  • Framúrskarandi samskipta- og samskiptahæfni – hæfni til að eiga fagleg samskipti við breiðan hóp samstarfsaðila, allt frá veitingahúsaeigendum til verslunarstjóra.
  • Gagnagreiningarhæfni – hæfni til að lesa úr gögnum, meta árangur samstarfsaðila og nota innsæi úr viðskiptagögnum til að bæta rekstur.
  • Hæfni  í að kynna og setja fram gögn á myndrænan hátt.
  • Mikil nákvæmni, sterk þjónustulund og að vera söludrifinn einstaklingur.
  • Geta til að vinna sjálfstætt, sýna frumkvæði og klára verkefni án þess að þurfa stöðugt eftirlit.
  • Færni í íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli.
  • Góð tækniþekking – reynsla af CRM kerfum og BI tólum eins og Looker eða Power BI er kostur.

 

Fríðindi í starfi

Hvað við bjóðum upp á:

  • Starf hjá hratt vaxandi tæknifyrirtæki með góð tækifæri til vaxtar og starfsþróunar.
  • Alþjóðlegt og líflegt vinnuumhverfi þar sem allir fá tækifæri til að hafa áhrif.
  • Afsláttur af Wolt pöntunum, ókeypis drykkir, kaffi, snarl og ávextir á skrifstofunni.
  • Reglulegirvviðburðir og skemmtileg stemning.
  • Mikil tækifæri til að læra og vaxa innan alþjóðlegs tæknifyrirtækis í mikilli uppbyggingu.
Auglýsing birt18. mars 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Reykjavík, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)