Travel Connect
Travel Connect
Travel Connect

Kerfisstýri / System Administrator

Ertu lausnamiðaður einstaklingur með brennandi áhuga á nýjustu tæknilausnum og öfluga reynslu af stjórnun upplýsingakerfa? Þá er hér spennandi tækifæri fyrir þig!

Travel Connect leitar að metnaðarfullum liðsfélaga til starfa í upplýsingatækniteymi félagsins. Starfið býður upp á spennandi áskoranir í síbreytilegu tækniumhverfi. Sem hluti af teyminu okkar tekur þú þátt í að þróa og stjórna helstu kerfum fyrirtækisins ásamt því að taka þátt í mótun á upplýsingatækniumhverfi félagsins.

Starfsfólk teymisins er staðsett í Reykjavík en sinna einnig skrifstofum félagsins erlendis í fjarþjónustu.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Ábyrgð á þróun og stjórnun Microsoft skýjalausna, m.a. Microsoft Azure (uppsetning og rekstur sýndarvéla, diskalausna, öryggisþátta, veflausna o.fl.), Microsoft 365 (Exchange Online, SharePoint, OneDrive, Teams, o.fl..).
  • Mótun og innleiðing á Intune, Group Policies og Conditional Access Policies.
  • Þátttaka í stærri innleiðingar- og þróunarverkefnum bæði á sviði skýjalausna og Microsoft lausna.
  • Þróun og uppsetning á lausnum sem auka skilvirkni, öryggi og rekstrargetu.
  • Þátttaka í stefnumótun og skipulagningu á framtíðarlausnum tengdnum upplýsingatækniumhverfi fyrirtækisins, með áherslu á skýjalausnir og sjálfvirkni.
  • Umsjón og viðhald á afritunarlausnum fyrir Azure skýjalausnir, þar með talið að skilgreina, framfylgja og fylgjast með afritunarstefnum til að tryggja öryggi gagna og endurheimtanleika.
  • Innleiðingar og uppsetningar upplýsingatæknikerfa fyrirtækisins.
  • Þátttaka í skjölun, afritunarkerfum og innleiðingu nýrra upplýsingakerfa.
  • Dagleg umsýsla og rekstur á Active Directory.

Hæfni og reynsla

  • 3+ ára reynsla af verkefnavinnu og innleiðingu lausna tengdum Microsoft 365 og Azure.
  • Þekking og reynsla af Windows Server og Active Directory lausnum.
  • Reynsla af Intune og afritunarlausnum með áherslu á innleiðingu og þróun.
  • Reynsla af PowerShell scripting er kostur.
  • Microsoft vottun er kostur.
  • Kerfisstjórnunarnám er kostur.
  • Framúrskarandi samskiptahæfni.
  • Þjónustulund og jákvæðni.
  • Sjálfstæð og lausnamiðuð vinnubrögð.
  • Frumkvæði og skipulagshæfni.
  • Geta og áhugi á að læra nýja tækni hratt og aðlagast breytilegum aðstæðum.

Um er að ræða fullt starf með vinnutíma á virkum dögum á hefðbundnum skrifstofutíma og er viðveran 7 tímar á dag. Vegna eðli starfseminnar geta tilkomið einstaka verkefni utan venjulegs vinnutíma.

Helstu fríðindi:

  • Styttri vinnuvika
  • Jafnvægi milli vinnu og einkalífs
  • Frír hádegismatur
  • Sveigjanleiki
  • Hvíldarherbergi með nuddstól
  • Virkar heilsu- og skemmtinefndir

Um fyrirtækið og vinnuumhverfið

Travel Connect er móðurfélag framsækinna ferðaskrifstofa sem sérhæfa sig í því að skapa góðar minningar með sérsniðnum pakkaferðum fyrir einstaklinga og hópa til margra áfangastaða innan Evrópu. Starfsfólk Travel Connect er okkar mikilvægasta auðlind og hjá fyrirtækinu starfa um 400 manns á starfsstöðvum okkar á Íslandi, Skotlandi, Svíþjóð og Þýskalandi. Lykilþáttur í okkar árangri byggir á framlagi, þekkingu og góðu samstarfi.

Við tökum vel á móti nýju starfsfólki og hlúum vel að þjálfun og vellíðan alls starfsfólks. Meðal góðra fríðinda fyrirtækisins er 7 tíma vinnudagur og er mikil áhersla lögð á gott jafnvægi á milli vinnu og einkalífs. Við bjóðum upp á góða vinnuaðstöðu, frábæran hádegismat og fyrirmyndar starfsanda. Travel Connect var kosið Fyrirtæki ársins í könnun VR um fyrirtæki ársins árið 2023 og var eitt af fyrirmyndarfyrirtækjum VR 2022 og 2024.

Travel Connect leggur ríka áherslu á sjálfbærni í öllum sínum rekstri og hlaut fyrirtækið Travel Life vottun árið 2024, fyrst íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja.

Hjá Travel Connect er jafnrétti haft að leiðarljósi og við erum staðráðin í að skapa fjölbreytt og inngildandi vinnuumhverfi. Fyrirtækið hlaut jafnlaunavottun árið 2023 og hefur gefið út jafnréttisstefnu og -áætlun. Við fögnum umsóknum frá öllum hæfum einstaklingum, óháð kyni, uppruna, fötlun, trúarbrögðum/sannfæringu, kynhneigð eða aldri.

Frekari upplýsingar um starfið veitir: Kristín Guðlaugsdóttir, HR Specialist á netfanginu kristing hjá travelconnect.com

Auglýsing birt16. september 2024
Umsóknarfrestur30. september 2024
Tungumálahæfni
EnskaEnskaFramúrskarandi
ÍslenskaÍslenskaMeðalhæfni
Staðsetning
Bíldshöfði 20, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.AWSPathCreated with Sketch.AzurePathCreated with Sketch.Fljót/ur að læraPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.HeiðarleikiPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.KerfishönnunPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.SharePointPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.SveigjanleikiPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.WindowsPathCreated with Sketch.ÞjónustulundPathCreated with Sketch.Þolinmæði
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar