Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er nútímaleg og framsækin þjónustustofnun sem er til staðar fyrir alla alltaf. Megin áhersla er lögð á að starfsfólk búi yfir þekkingu og hæfni til að takast á við fjölbreytileg verkefni. Áhersla er á traust og gagnsæi í samskiptum, jafnrétti, starfsánægju og heilbrigðan starfsanda. Gildi LRH eru TRAUST, FAGMENNSKA og ÖRYGGI.

Kerfisstjóri í upplýsingatæknideild

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu (LRH) leitar eftir metnaðarfullum og framsýnum starfskrafti í stöðu kerfisstjóra í upplýsingatæknideild hjá embættinu. Um er að ræða spennandi, krefjandi og fjölbreytt starf sem heyrir undir fjármála- og upplýsingatæknisvið.

Upplýsingatæknideild sinnir margvíslegri þjónustu þvert á embættið svo sem notendaþjónustu, innkaup og uppsetningu tölvubúnaðar, símtæki stofnunarinnar og veitir almenna stjórnendaráðgjöf í upplýsingatæknimálum og tekur virkan þátt í ferlaumbótum hjá stofnuninni.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er nútímaleg og framsækin þjónustustofnun sem er til staðar fyrir alla alltaf. Megin áhersla er lögð á jafnrétti, starfsánægju, heilbrigðan starfsanda, traust og gagnsæi í samskiptum og að starfsfólk búi yfir þekkingu og hæfni til að takast á við fjölbreytileg verkefni. Starfsfólk embættisins er um 430 á fjórum megin starfsstöðvum.

Gildi embættis lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu eru TRAUST, FAGMENNSKA og ÖRYGGI.

Helstu verkefni og ábyrgð
Sinnir almennri notendaþjónustu
Almenn kerfisstjórn ásamt vinnu við fyrirbyggjandi viðhald og bilanagreiningar
Umsjón með stýrikerfis- og hugbúnaðar dreifingu á vélbúnað embættisins
Viðhald og uppsetning vél- og hugbúnaðar á tölvu- og símakerfi embættisins
Stefnumótun/greining á nýjum tækifærum
Þátttaka í þróunar- og umbótumverkefnum
Menntunar- og hæfniskröfur
Nám sem nýtist í starfi t.d. kerfisfræði/kerfisrekstur eða sambærilegt nám
Þekking og reynsla af notendaþjónustu
Reynsla af kerfis og netrekstri
Þekking á Microsoft 365 skýjalausnum og staðbundnum lausnum Microsoft
Reynsla á sjálfvirknilausnum fyrir reglubundin verkefni kostur
Þekking á gagnavísindum og hagnýtingu gagna mikill kostur
Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni.
Mjög góð þjónustulund, jákvætt og sveigjanlegt viðhorf
Hæfni í samskiptum og gott vald á íslensku og ensku
Auglýsing stofnuð17. mars 2023
Umsóknarfrestur27. mars 2023
Starfstegund
Staðsetning
Hverfisgata 113-115 115R, 105 Reykjavík
Hæfni
PathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.SveigjanleikiPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.