
Kerfisstjóri í upplýsingatæknideild
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu (LRH) leitar eftir metnaðarfullum og framsýnum starfskrafti í stöðu kerfisstjóra í upplýsingatæknideild hjá embættinu. Um er að ræða spennandi, krefjandi og fjölbreytt starf sem heyrir undir fjármála- og upplýsingatæknisvið.
Upplýsingatæknideild sinnir margvíslegri þjónustu þvert á embættið svo sem notendaþjónustu, innkaup og uppsetningu tölvubúnaðar, símtæki stofnunarinnar og veitir almenna stjórnendaráðgjöf í upplýsingatæknimálum og tekur virkan þátt í ferlaumbótum hjá stofnuninni.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er nútímaleg og framsækin þjónustustofnun sem er til staðar fyrir alla alltaf. Megin áhersla er lögð á jafnrétti, starfsánægju, heilbrigðan starfsanda, traust og gagnsæi í samskiptum og að starfsfólk búi yfir þekkingu og hæfni til að takast á við fjölbreytileg verkefni. Starfsfólk embættisins er um 430 á fjórum megin starfsstöðvum.
Gildi embættis lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu eru TRAUST, FAGMENNSKA og ÖRYGGI.











