
Háskóli Íslands
Háskóli Íslands er einn stærsti vinnustaður landsins. Auk tæplega þrettán þúsund nemenda starfa þar rúmlega sextán hundruð fastráðnir starfsmenn og yfir tvö þúsund stundakennarar og lausráðnir starfsmenn.Megin hlutverk Háskólans er að vera vísindaleg rannsókna- og fræðslustofnun. Til þess að svo megi vera þarf fjölmarga ólíka starfsmenn.
Háskóli Íslands er lifandi samfélag þar sem saman koma einstaklingar með ólíkan bakgrunn en allir vinna þó að sama marki að gera Háskóla Íslands að enn öflugri menntastofnun en hún er í dag.
Markmið Háskóla Íslands er að vera í fremstu röð háskóla og að nota alþjóðlega viðurkennda mælikvarða við allt gæðamat á starfi skólans. Gerðar eru kröfur til kennara, stjórnenda og annars starfsfólks til að ná þessu markmiði.
Í könnunum sem gerðar hafa verið um starfsumhverfi Háskóla Íslands kemur í ljós að starfsánægja er mikil, starfsandi góður og starfsfólk telur sig vera í góðri aðstöðu til að þróast í starfi.

Kerfisstjóri í rekstrardeild upplýsingatæknisviðs
Laust er til umsóknar fullt starf kerfisstjóra í rekstrardeild upplýsingatæknisviðs Háskóla Íslands. Til greina kemur að ráða í fleiri en eitt starf út frá auglýsingunni.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Rekstur miðlægra tölva á grunnnetinu
- Rekstur og umsjón skýjalausna
- Kerfisstjórn á Microsoft umhverfi
Menntunar- og hæfniskröfur
- Þjónustulund og hæfni í samskiptum
- Reynsla af kerfisstjórn á Microsoft umhverfinu og reynsla af umsjón skýjalausna er æskileg
- Reynsla af notkun skrifta t.d. Powershell er kostur
- Menntun sem nýtist í starfi, t.d. í kerfisstjórn eða tölvunarfræði, er kostur
Auglýsing birt27. maí 2025
Umsóknarfrestur6. júní 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Sæmundargata 2, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar