

Kerfisstjóri/geimfari með öryggi á heilanum
Við erum að leita að öryggissinnuðum kerfisstjóra eða geimfara, eins og við köllum slíka hetju, sem lifir og hrærist í tölvuöryggi. Þú þarft ekki að hafa farið út í geim, en ef þú kannt á Azure og Microsoft 365 eins og aðrir kunna á kaffivélina, þá ertu þegar kominn vel á loft. Við viljum einhvern sem sér heildarmyndina, hugsar skalanlega og fær hroll niður bakið þegar hann sér óörugga innviði.
Sem Atmos geimfari verður þú hluti af teymi sem vinnur að skemmtilegum og krefjandi verkefnum í íslensku, útlensku og stundum hreinni geimlensku. Dagarnir snúast að mestu um skýjalausnir og allt sem þeim fylgir. Þú munt sinna:
- Hönnun, viðhald og bestun á öruggu tæknilandslagi fyrir viðskiptavini Atmos Cloud
- Eftirlit með kerfum, atvikagreining og viðbrögð
- Verndun innviða
- Ábyrgð á því að kerfi viðskiptavina séu örugg, stöðug og keyri sem næst óaðfinnanlega
- Sjálfvirknivæðingu
Við höfum tölvuleikjahetjur, hlaupara, fjalla- og veghjólara, skíðamenn/brettamenn, fluguveiði amature-a, gym og heilsuræktar unnendur og styrktaraðilar, hestafólk, sundgarpa, kokka og fleiri tegundir af geimförum. Öll eigum við það þó sameiginlegt að vera hamingjusamt fjölskyldufólk. Allir hér eru að bíða eftir að verða vinur þinn!
- Heima internet og farsímanotkun
- Einstaklings og hópa hvatakerfi
- Sveigjanlegur vinnutími
- Sveiganleiki á vinnuaðstöðu
- Frábær vinnuaðstaða og skemmtilegt starfsfólk
- Frábært kaffi, drinks and snacks
- Niðurgreiddur hádegismatur
- Reynsla og brennandi áhugi af af öryggismálum í upplýsingartækni
- Microsoft Azure (5+ ára reynsla)
- Microsoft 365 (5+ ára reynsla)
- Flutningur á tækniinnviðum í Microsoft skýin
- Daglegur rekstur upplýsingakerfa í Microsoft 365 og Azure
- Eftirlit með kerfum viðskiptavina og viðbrögð við rekstraratvikum
- Hafa tæknilega sýn, frumkvæði og leiðtogahæfileika
- Reynsla af sjálfvirknivæðingu er mikill kostur
- Frábær samskiptafærni og brennandi áhugi fyrir krefjandi verkefnum
- Jákvæðni
- Bílpróf (bíll til umráða er kostur)
- Önnur menntun og/eða reynsla sem nýtist útí geimnum
Við elskum skýjalausnir, til tunglsins og til baka. Við viljum einfalda tölvurekstur fyrirtækja, auka skilvirkni, öryggi og kostnaðarvitund.
Atmos Cloud er ört vaxandi fyrirtæki sem tileinkar sér menningu stöðugrar umbóta og að verða betri í dag en í gær. Traust og áreiðanleiki er aðalsmerki okkar og við tryggjum vönduð vinnubrögð á settum tíma. Góð þjónustulund og léttleiki í samskiptum okkar skapar velkomið umhverfi þar sem öllum líður vel. Allir hafa rödd og skoðanir allra virtar. Við þjónustum alla og elskum alla, við erum geimfarar ekki geimverur.
Íslenska
Enska










