

Kerfisstjóri / DevOps
Lagaviti er mjög öflug gervigreindarlausn, sem beitir allra nýjustu gervigreindartækni á hverjum tíma - ekki bara "cutting edge" tækni, heldur hreinlega "bleeding edge" tækni - þar sem þróun lausnarinnar felur í mörgum tilvikum í sér gríðarlega spennandi áskoranir sem hafa hvergi verið reyndar eða leystar áður.
Við leitum nú að öflugum og lausnamiðuðum kerfisstjóra / DevOps sérfræðingi til að taka þátt í uppbyggingu og rekstri lausnarinnar.
Um er að ræða spennandi hlutverk þar sem þú hefur raunveruleg áhrif á stöðugleika, öryggi og þróun kerfa í nútímalegu dev-ops umhverfi.
Helstu verkefni
- Rekstur, uppsetning og viðhald kerfa og innviða
- Uppbygging og rekstur CI/CD ferla
- Umsjón með skýjalausnum (GCP og/eða Azure)
- Sjálfvirknivæðing ferla (Infrastructure as Code)
- Eftirlit, bilanagreining og viðbrögð við rekstrarvandamálum
- Samvinna við þróunarteymi um útgáfur, afköst og áreiðanleika
- Öryggismál, aðgangsstýringar og afritanir
- Þekking og reynsla sem nýtist í starfinu
- Reynsla af kerfisstjórnun og/eða DevOps vinnulagi
- Góð þekking á Linux-umhverfum
- Reynsla af skýjaumhverfum (GCP og/eða Azure)
- Þekking á Docker og/eða Kubernetes
- Reynsla af CI/CD verkfærum (t.d. GitHub Actions, GitLab CI, Jenkins)
- Þekking á scripting (Bash, Python eða sambærilegt)
- Skipulögð vinnubrögð og lausnamiðuð hugsun
- Reynslu af Terraform eða sambærilegum IaC-verkfærum
- Þekkingu á eftirlits- og logging-lausnum (Prometheus, Grafana, ELK o.fl.)
- Reynslu af öryggis- og rekstrarstöðlum
- Áhuga á stöðugum umbótum og sjálfvirkni
- Tækifæri til að móta og þróa öfluga og leiðandi tæknilausn frá grunni og áfram
- Samstarf við mjög öflugt og metnaðarfullt teymi
- Samkeppnishæf kjör og góða vinnuaðstöðu.
- Sveigjanlegt og nútímalegt starfsumhverfi
Frekari upplýsingar um starfið veitir Svavar G. Svavarsson, forstöðumaður upplýsingatækni og öryggis ([email protected]).
Áhugasamir eru hvattir til að senda inn umsókn hið fyrsta, þar sem ráðið verður í starfið óháð umsóknarfresti.
Enska
Íslenska

