Lagaviti ehf.
Lagaviti ehf.
Lagaviti ehf.

Kerfisstjóri / DevOps

Lagaviti er mjög öflug gervigreindarlausn, sem beitir allra nýjustu gervigreindartækni á hverjum tíma - ekki bara "cutting edge" tækni, heldur hreinlega "bleeding edge" tækni - þar sem þróun lausnarinnar felur í mörgum tilvikum í sér gríðarlega spennandi áskoranir sem hafa hvergi verið reyndar eða leystar áður.

Við leitum nú að öflugum og lausnamiðuðum kerfisstjóra / DevOps sérfræðingi til að taka þátt í uppbyggingu og rekstri lausnarinnar.

Um er að ræða spennandi hlutverk þar sem þú hefur raunveruleg áhrif á stöðugleika, öryggi og þróun kerfa í nútímalegu dev-ops umhverfi.

Helstu verkefni og ábyrgð

Helstu verkefni

  • Rekstur, uppsetning og viðhald kerfa og innviða
  • Uppbygging og rekstur CI/CD ferla
  • Umsjón með skýjalausnum (GCP og/eða Azure)
  • Sjálfvirknivæðing ferla (Infrastructure as Code)
  • Eftirlit, bilanagreining og viðbrögð við rekstrarvandamálum
  • Samvinna við þróunarteymi um útgáfur, afköst og áreiðanleika
  • Öryggismál, aðgangsstýringar og afritanir
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Þekking og reynsla sem nýtist í starfinu
  • Reynsla af kerfisstjórnun og/eða DevOps vinnulagi
  • Góð þekking á Linux-umhverfum
  • Reynsla af skýjaumhverfum (GCP og/eða Azure)
  • Þekking á Docker og/eða Kubernetes
  • Reynsla af CI/CD verkfærum (t.d. GitHub Actions, GitLab CI, Jenkins)
  • Þekking á scripting (Bash, Python eða sambærilegt)
  • Skipulögð vinnubrögð og lausnamiðuð hugsun
Kostur ef umsækjandi hefur
  • Reynslu af Terraform eða sambærilegum IaC-verkfærum
  • Þekkingu á eftirlits- og logging-lausnum (Prometheus, Grafana, ELK o.fl.)
  • Reynslu af öryggis- og rekstrarstöðlum
  • Áhuga á stöðugum umbótum og sjálfvirkni
Við bjóðum
  • Tækifæri til að móta og þróa öfluga og leiðandi tæknilausn frá grunni og áfram
  • Samstarf við mjög öflugt og metnaðarfullt teymi
  • Samkeppnishæf kjör og góða vinnuaðstöðu.
  • Sveigjanlegt og nútímalegt starfsumhverfi
Frekari upplýsingar

Frekari upplýsingar um starfið veitir Svavar G. Svavarsson, forstöðumaður upplýsingatækni og öryggis ([email protected]). 

Áhugasamir eru hvattir til að senda inn umsókn hið fyrsta, þar sem ráðið verður í starfið óháð umsóknarfresti.

Auglýsing birt16. janúar 2026
Umsóknarfrestur25. janúar 2026
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Nýlendugata 14, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.AzurePathCreated with Sketch.DevOpsPathCreated with Sketch.DockerPathCreated with Sketch.Google CloudPathCreated with Sketch.KerfishönnunPathCreated with Sketch.Kubernetes
Starfsgreinar
Starfsmerkingar