Vínbúðin
ÁTVR rekur 51 Vínbúð um allt land auk vefbúðar. Stefna fyrirtækisins er að vera í hópi bestu þjónustufyrirtækja landsins og fyrirmynd á sviði samfélagsábyrgðar.
Vínbúðin býður upp á lifandi og skemmtilegt vinnuumhverfi - þar sem jafnrétti og jákvæð samskipti eru í öndvegi.
Sæktu um og við tökum vel á móti þér.
Kerfisstjóri
Starf í tölvumálum hjá ÁTVR
Við leitum að jákvæðum og úrræðagóðum einstaklingi sem er tilbúinn að veita samstarfsfólki framúrskarandi og ábyrga þjónustu. Unnið er í Windows og Microsoft 365 umhverfi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Notendaþjónusta
- Viðhald og eftirlit með vél- og hugbúnaði
- Rekstur afgreiðslukerfis
- Rekstur handtölva fyrir vöruhús
Menntunar- og hæfniskröfur
- A.m.k. þriggja ára reynsla af sambærilegu starfi
- Menntun á sviði upplýsingatækni er kostur
- Reynsla af rekstri afgreiðslukerfa er kostur
- Þekking og reynsla af Microsoft 365
- Þekking og reynsla af Windows netþjónum
- Áhersla er lögð á frumkvæði, skipulagshæfni, sveigjanleika, ríka þjónustulund og færni í mannlegum samskiptum
Auglýsing birt6. janúar 2025
Umsóknarfrestur15. janúar 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Stuðlaháls 2, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiMannleg samskiptiMetnaðurSkipulagSveigjanleikiÞjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (5)