

Kerfisstjóri
RARIK ohf. óskar eftir að ráða öflugan kerfisstjóra í áhugavert og fjölbreytt starf. Um fullt starf er að ræða og er starfsstöðin í Reykjavík.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Leiða rekstur, umsjón og frekari uppbyggingu á miðlægu Microsoft umhverfi RARIK
- Leiða tæknilega vegferð RARIK í átt að frekari skýjavæðingu
- Uppsetning og rekstur á SQL gagnagrunnum
- Virk þátttaka í uppbyggingu RARIK á hagnýtum öryggislausnum
Menntunar og hæfniskröfur:
- Nám eða farsæl reynsla sem nýtist í starfi
- Víðtæk reynsla af miðlægum kerfisrekstri
- Góð þekking og reynsla af Azure og 365 umhverfinu
- Vottun frá Microsoft er mikill kostur
- Framsýn hugsun er varðar frekari þróun tæknilegra innviða
- Góðir samskiptahæfileikar, skipulögð vinnubrögð og geta til að vinna í hóp
- Metnaður og frumkvæði í starfi
- Góð íslensku- og enskukunnátta
RARIK ohf. er fjölskylduvænt leiðandi tæknifyrirtæki í veiturekstri með ríka samfélagslega ábyrgð.
Hlutverk fyrirtækisins er að dreifa raforku auk þess sem fyrirtækið aflar, dreifir og annast sölu á heitu vatni. Hjá fyrirtækinu starfa um 200 starfsmenn vítt og breitt um landið.
Gildi Rarik eru: hugrekki, árangur og virðing. Nánari upplýsingar um fyrirtækið má finna á www.rarik.is.
Umsóknarfrestur er til og með 29. maí 2023. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Áhugasamir aðilar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni.
Nánari upplýsingar um starfið veita Henrietta Þóra Magnúsdóttir (henrietta@intellecta.is) og Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) í síma 511 1225.











