Vegagerðin
Vegagerðin
Vegagerðin þróar og annast samgöngukerfi, á sjó og landi, á sem hagkvæmastan hátt með þarfir samfélagsins að leiðarljósi. Vegagerðin er m.a. veghaldari þjóðvega en veghald merkir forræði yfir vegi og vegsvæði, þar með talið vegagerð, þjónusta og viðhald vega.
Vegagerðin

Kerfisfræðingur

Hjá Vegagerðinni eru framundan spennandi tímar og okkur vantar öflugan kerfisfræðing í fjölbreytt og áhugavert starf í teymið í Garðabæ.

Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður, stærsta framkvæmdastofnun landsins með gríðarlega fjölbreytta verkefnaflóru

Helstu verkefni og ábyrgð
Starfið felst í notendaþjónustu við starfsfólk Vegagerðarinnar, viðveru á þjónustuborði ásamt fjölbreyttum verkefnum tengdum rekstri upplýsingakerfa Vegagerðarinnar svo sem:
Umsjón með útstöðvum, uppsetningar og viðhald
Uppsetning og rekstur upplýsingakerfa
Samskipti við þjónustuaðila á þjónustustöðvum um allt land
Þátttaka í teymisvinnu innan upplýsingatæknideildar
Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
Mikil þjónustulund
Kerfisfræðingur eða önnur menntun sem nýtist í starfi
Góð þekking á Microsoft skýjalausnum
Góð þekking á Windows Server rekstri
Þekking á Linux og gagnagrunnum er kostur
Starfsreynsla sem nýtist í starf
Skipulögð vinnubrögð og góðir samstarfs- og samskiptahæfileikar
Góð íslensku- og enskukunnátta
Auglýsing stofnuð26. maí 2023
Umsóknarfrestur5. júní 2023
Starfstegund
Staðsetning
Suðurhraun 3, 210 Garðabær
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.LinuxPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.WindowsPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.