Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær

Kennslufulltrúi grunnskóla

Skrifstofa mennta- og lýðheilsusviðs Hafnarfjarðar óskar eftir að ráða kennslufulltrúa grunnskóla í Hafnarfirði með áherslu á nemendur með fjölbreyttar og flóknar þarfir í þágu farsældar barna. Um fullt starf er að ræða.

Á skrifstofu mennta- og lýðheilsusviðs starfar margvíslegt fagfólk af ýmsum fagstéttum sem veita þjónustu til leik- og grunnskóla, dagforeldra, frístundaheimila og tónlistarskóla í Hafnarfirði auk þess að annast stjórnsýslumálefni þeirra hjá sveitarfélaginu.

Helstu verkefni:

  • Að veita faglega forystu varðandi kennslu nemenda með sérþarfir í grunnskólum Hafnarfjarðar.
  • Að sitja í og stýra teymum og verkefnum sem snúa að stuðningskennslu og sérdeildum í grunnskólum bæjarins eftir atvikum.
  • Að skipuleggja og fylgja eftir úthlutun til sérdeilda og stuðningskennslu til grunnskóla bæjarins.
  • Að vera tengiliður við sérskóla og stofnanir innan og utan Hafnarfjarðar varðandi nemendur með sérþarfir.
  • Að taka þátt í margvíslegu samráði, starfshópum, stefnumótun og öðru sem tengist fagsviðum skrifstofunnar.

Menntunar- og hæfnikröfur:

  • Leyfisbréf til kennslu í grunnskóla (leyfisbréf skal fylgja umsókn).
  • Framhaldsnám í kennslufræðum, sérkennslufræðum eða álíka menntun.
  • Kennslureynsla í grunnskóla, þ.m.t. reynsla af kennslu nemenda með sérþarfir og samvinna við fjölskyldur.
  • Reynsla af vinnu í opinberri stjórnsýslu og vinnu í þverfaglegum teymum.
  • Stjórnunarreynsla æskileg.
  • Góð almenn tölvukunnátta.
  • Góð leikni í íslensku og ensku í ræðu og riti.
  • Góð samstarfs- og samskiptaleikni.
  • Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og skipulagshæfileikar.
  • Lausnarmiðað viðhorf, heiðarleiki og jákvæðni.

Mikilvægt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Nánari upplýsingar veitir Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla; [email protected].

Umsóknarfrestur er til 5. mars nk.

Umsókn um starfið þarf að fylgja greinargóð starfsferilsskrá þar sem gert er grein fyrir kennslureynslu og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar, menntun og hæfni til að sinna starfi kennslufulltrúastarfinu ásamt afriti af nauðsynlegum prófskírteinum.

Um kaup og kjör fer samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Skólastjórafélags Íslands.

Hafnarfjarðarbær vinnur eftir lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna og hefur undanfarin ár þróað verklag í snemmbærum stuðningi í þjónustu við leik- og grunnskólabörn sveitafélagsins sem kallast Brúin sem er í takt við þau lög. Áhersla er lögð á samþætta þjónustu við börn og fjölskyldur á fyrri stigum með aukinni samvinnu aðila í nærumhverfinu.

Hafnarfjarðarbær leggur áherslu á metnaðarfullt og faglegt starf í þágu bæjarbúa.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagins.

Auglýsing birt16. febrúar 2024
Umsóknarfrestur7. mars 2024
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Strandgata 6, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar