

Kennsla list- og verkgreina/sköpun og tækni í Salaskóla
Viltu vera hluti af frábærum hóp kennara í Salaskóla?
Við leitum að kennara í list- og verkgreinum, sköpun og tækni. Viðkomandi getur fengið að hafa áhrif á starfið og þróun kennslugreinarinnar.
Í Salaskóla vinna kennarar saman í teymum að kennslu og við undirbúning og skipulagningu náms. Skólaþróun hefur verið ríkur þáttur í starfinu og áhersla lögð á fjölbreytta kennsluhætti. Rauður þráður í starfi skólans er að nemendur fái að njóta sín í námi og leik og að þeim líði vel í skólanum. Skólinn var stofnaður árið 2001 og á yfirstandandi skólaári eru nemendur um 580 í 1. til 10. bekk. Við skólann starfa ríflega 100 starfsmenn.
Ráðningartími og starfshlutfall
- Ráðning er frá 1. ágúst.
- Um 100% starf er að ræða.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Kennaramenntun/list- og verkgreinamenntun og kennsluréttindi.
- Sérhæfing og/eða reynsla af kennslu list- og verkgreina, sem og reynsla af notkun tækni og sköpunar í skólastarfi.
- Skapandi hugsun, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Hæfni í mannlegum samskiptum, þolinmæði, umburðarlyndi og víðsýni.
- Samstarfshæfni, skipulagshæfileikar og stundvísi.
- Umsækjandi þarf að vera tilbúinn að vinna eftir stefnu skólans og taka þátt í teymiskennslu.
- Vera tilbúin/n í þverfaglegt samstarf með velferð nemenda að leiðarljósi.
Nánari upplýsingar
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.
Öll sem ráða sig til starfa hjá grunnskólum Kópavogs þurfa að skila sakavottorði.
Upplýsingar gefa Kristín Sigurðardóttir skólastjóri og Hrefna Björk Karlsdóttir aðstoðarskólastjóri í síma 441-3200/840-2393.
Við hvetjum fólk af öllum kynjum til að sækja um starfið.











