Salaskóli
Salaskóli
Kópavogur er næststærsta sveitarfélag landsins með tæplega 31 þúsund íbúa. Nafn bæjarins er dregið af jörðinni Kópavogi sem ríkissjóður átti í byrjun síðustu aldar og leigði út ásamt annarri jörð Digranesi í nágrenni hennar. Kópavogshreppur var stofnaður í byrjun árs 1948 og voru íbúar þá rúmlega 900. Hreppurinn óx hratt og voru íbúar orðnir 3.783 þegar Kópavogur hlaut kaupstaðarréttindi 11. maí árið 1955. Í Kópavogi er mikil og fjölbreytt atvinnustarfsemi. Mest er um iðnað, þjónustu og verslun af ýmsu tagi og má geta þess að Smáralind er stærsta verslunarmiðstöð landsins. Í bænum eru fjölbreytt tækifæri til útivistar og aðstaða til íþróttaiðkunar er með því besta sem þekkist. Þá eru Kópavogsbúar afar stoltir af menningarstofnunum sínum á Borgarholtinu, svo sem Salnum, Gerðarsafni, Náttúrufræðistofu Kópavogs, Tónlistarsafni Íslands og Molanum, ungmennahúsi Kópavogs.
Salaskóli

Kennsla list- og verkgreina/sköpun og tækni í Salaskóla

Viltu vera hluti af frábærum hóp kennara í Salaskóla?

Við leitum að kennara í list- og verkgreinum, sköpun og tækni. Viðkomandi getur fengið að hafa áhrif á starfið og þróun kennslugreinarinnar.

Í Salaskóla vinna kennarar saman í teymum að kennslu og við undirbúning og skipulagningu náms. Skólaþróun hefur verið ríkur þáttur í starfinu og áhersla lögð á fjölbreytta kennsluhætti. Rauður þráður í starfi skólans er að nemendur fái að njóta sín í námi og leik og að þeim líði vel í skólanum. Skólinn var stofnaður árið 2001 og á yfirstandandi skólaári eru nemendur um 580 í 1. til 10. bekk. Við skólann starfa ríflega 100 starfsmenn.

Ráðningartími og starfshlutfall

  • Ráðning er frá 1. ágúst.
  • Um 100% starf er að ræða.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Kennaramenntun/list- og verkgreinamenntun og kennsluréttindi.
  • Sérhæfing og/eða reynsla af kennslu list- og verkgreina, sem og reynsla af notkun tækni og sköpunar í skólastarfi.
  • Skapandi hugsun, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum, þolinmæði, umburðarlyndi og víðsýni.
  • Samstarfshæfni, skipulagshæfileikar og stundvísi.
  • Umsækjandi þarf að vera tilbúinn að vinna eftir stefnu skólans og taka þátt í teymiskennslu.
  • Vera tilbúin/n í þverfaglegt samstarf með velferð nemenda að leiðarljósi.

Nánari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.

Öll sem ráða sig til starfa hjá grunnskólum Kópavogs þurfa að skila sakavottorði.

Upplýsingar gefa Kristín Sigurðardóttir skólastjóri og Hrefna Björk Karlsdóttir aðstoðarskólastjóri í síma 441-3200/840-2393.

Við hvetjum fólk af öllum kynjum til að sækja um starfið.

Auglýsing stofnuð22. maí 2023
Umsóknarfrestur6. júní 2023
Starfstegund
Staðsetning
Versalir 5, 201 Kópavogur
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.Þolinmæði
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.