Kennari við Varmalandsdeild Grunnskóla Borgarfjarðar
Grunnskóli Borgarfjarðar auglýsir eftir umsjónarkennara fyrir 1.-2. bekk á Varmalandi frá áramótum eða fyrr ef mögulegt. Á Varmalandi eru nemendur frá 1.-4. bekk og þar verður einnig starfræktur leikskólinn Hraunborg. Um er að ræða metnaðarfullt starf og möguleikar á að taka þátt í þróun samstarfs með leikskólanum.
Einstakt tækifæri til að koma og kenna í fámennri grunnskóladeild sem er hluti af stærri heild, mönnuð metnaðarfullum kennurum. Skólinn er þriggja starfsstöðva skóli og er faglegt samstarf öflugt meðal kennara sem kenna sömu aldurshópum þvert á deildir. Húsnæði er á staðnum.
Grunnskóli Borgarfjarðar er með um 35 nemendur í 1.-5. bekk Hvanneyri, um 105 nemendur í 1.-10. bekk á Kleppjárnsreykjum og um 35 nemendur í 1.-4. bekk á Varmalandi.
Grunnskóli Borgarfjarðar er teymiskennsluskóli þar sem kennarar vinna í teymum með samkennslu tveggja til fjögurra árganga. Skólinn vinnur eftir gildum heilsueflingar og grænfána, er réttindaskóli og leiðtogaskóli. Nánar um stefnu skólans er á heimasíðunni www.gbf.is
- Leyfisbréf grunnskólakennara
- Reynsla af kennslu í grunnskóla
- Jákvætt hugarfar
- Lipurð í samskiptum
- Áhugi og metnaður fyrir að starfa með börnum og ungmennum
- Góð tölvufærni
- Framtaksemi og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Metnaður í starfi
- Gott vald á íslensku