Klettaskóli
Klettaskóli

Kennari/þroskaþjálfi - Klettaskóli

Kennara/þroskaþjálfa vantar í Klettaskóla, sérskóla fyrir nemendur með þroskahömlun og viðbótarfatlanir. Starfsmenn vinna í teymum og þurfa að hafa góða samstarfs- og samskiptahæfni, vera sveigjanlegir og tilbúnir að takast á við krefjandi en gefandi verkefni.

Klettaskóli er sérskóli fyrir nemendur með þroskahömlun á aldrinum 6-16 ára og þjónar öllu landinu. Eitt af hlutverkum skólans er að veita starfsfólki annarra grunnskóla ráðgjöf og kennslufræðilegan stuðning vegna nemenda sem hafa svipaðar námsþarfir og nemendur í Klettaskóla. Einstaklingsmiðun er í námi nemenda Klettaskóla, byggt er á forsendum hvers nemanda og styrkleikum þeirra. Einkunnarorð skólans eru "Menntun fyrir lífið".

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð
Starfa í þverfaglegu teymi sem sér um skipulag og framkvæmd kennslu í bekk
Vinna einstaklingsnámskrár og námsmat
Samstarf við foreldra og aðra fagaðila
Vinna samkvæmt stefnu skólans og taka þátt í skólaþróunarvinnu
Menntunar- og hæfniskröfur
Starfsleyfi til að starfa sem grunnskólakennari/þroskaþjálfi, starfsleyfi fylgi umsókn
Sveigjanleiki og framúrskarandi hæfni í samskiptum
Hæfni til að vinna í teymi
Áhuga á að starfa með börnum
Faglegur metnaður og frumkvæði í starfi
Lausnarmiðuð hugsun
Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
Stundvísi
Góð íslenskukunnátta
Auglýsing stofnuð26. maí 2023
UmsóknarfresturEnginn
Starfstegund
Staðsetning
Suðurhlíð 9, 105 Reykjavík
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.KennariPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.Þroskaþjálfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.