Leikskólinn Nóaborg
Leikskólinn Nóaborg

Kennari óskast til starfa í leikskólann Nóaborg

Leikskólinn Nóaborg er fjögurra deilda leikskóli staðsettur rétt fyrir ofan Hlemm. 74 börn dvelja í leikskólanum næsta vetur.

Einkunnarorð leikskólans eru Leikum-Lærum-Njótum.

Nóaborg leggur áherslu á vinnu með íslensku og er unnið með Lubba námsefnið á öllum deildum leikskólans.

Leikskólinn tekur þátt í Nordplus verkefni þar sem unnið er með Barnasáttmálann. Auk Nóaborgar eru leikskólar frá Svíþjóð, Eistlandi, Litháen og Grænlandi þátttakendur í verkefninu.

Starfið er laust frá miðjum ágúst eða eftir nánara samkomulagi.

Helstu verkefni og ábyrgð
 • Vinnur að uppeldi og menntun barnanna. Fylgist vel með velferð þeirra og hlúir að þeim andlega og líkamlega í samræmi við eðli og þarfir hvers og eins svo að þau fái notið sín sem einstaklingar.
 • Tekur þátt í gerð skólanámskrár, mati á starfsemi leikskólans og þróunarverkefnum undir stjórn leikskólastjóra.
 • Tekur þátt í skipulagningu faglegs starfs deildarinnar undir stjórn deildarstjóra.
 • Vinnur í nánu samstarfi við foreldra/forráðamenn barnanna.
 • Situr foreldrafundi, sem haldnir eru á vegum leikskólans.
Menntunar- og hæfniskröfur
 • Leikskólakennaramenntun eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi
 • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
 • Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi
 • Góð íslenskukunnátta skilyrði B2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
Fríðindi í starfi
 • Menningarkort – bókasafnskort
 • Samgöngustyrkur
 • Sundkort
 • Heilsuræktarstyrkur
 • 36 stunda vinnuvika fyrir fullt starf
 • Forgangur í leikskóla fyrir börn sem orðin eru 1 árs
Auglýsing stofnuð9. júlí 2024
Umsóknarfrestur23. júlí 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
Staðsetning
Stangarholt 11, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar