Snælandsskóli
Snælandsskóli
Kópavogur er næststærsta sveitarfélag landsins með tæplega 31 þúsund íbúa. Nafn bæjarins er dregið af jörðinni Kópavogi sem ríkissjóður átti í byrjun síðustu aldar og leigði út ásamt annarri jörð Digranesi í nágrenni hennar. Kópavogshreppur var stofnaður í byrjun árs 1948 og voru íbúar þá rúmlega 900. Hreppurinn óx hratt og voru íbúar orðnir 3.783 þegar Kópavogur hlaut kaupstaðarréttindi 11. maí árið 1955. Í Kópavogi er mikil og fjölbreytt atvinnustarfsemi. Mest er um iðnað, þjónustu og verslun af ýmsu tagi og má geta þess að Smáralind er stærsta verslunarmiðstöð landsins. Í bænum eru fjölbreytt tækifæri til útivistar og aðstaða til íþróttaiðkunar er með því besta sem þekkist. Þá eru Kópavogsbúar afar stoltir af menningarstofnunum sínum á Borgarholtinu, svo sem Salnum, Gerðarsafni, Náttúrufræðistofu Kópavogs, Tónlistarsafni Íslands og Molanum, ungmennahúsi Kópavogs.
Snælandsskóli

Kennari óskast í Snælandsskóla

Komdu með í skemmtilegt og skapandi skólastarf.

Snælandsskóli er heildstæður um 450 nemenda grunnskóli staðsettur í Fossvogsdal. Skólinn byggir á langri hefð fyrir framsæknu og árangursríku skólastarfi þar sem áhersla hefur verið lögð á þátttöku í margs konar þróunar- og nýbreytniverkefnum. Skólinn hefur lagt áherslu á umhverfismál og er löng hefð fyrir Grænfána. Skólinn er Heilsueflandi grunnskóli, styðst við Olweusaráætlunina gegn einelti og er Réttindaskóli Unicef.

Einkunnarorð skólans eru: Viska – virðing – víðsýni – vinsemd.

Starfssvið

Snælandsskóli óskar eftir kennurum í almenna kennslu á yngsta- mið- og unglingastigi í 80 - 100% starfshlutföll.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Grunnskólakennari
  • Kennslureynsla er æskileg
  • Framúrskarandi hæfni í samskiptum.
  • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi.

Ráðningartími og starfshlutfall

  • Um er að ræða 80 - 100% starfshlutfall
  • Staðan er laus frá og með 1. ágúst 2023

Aðrar upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og FG.

Upplýsingar um starfið veitir Magnea Einarsdóttir skólastjóri í símum 698 0828 / 441 4200 og Brynjar M Ólafsson aðstoðarskólastjóri 8603526.

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið í gegnum ráðningarvef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is.

Auglýsing stofnuð24. mars 2023
Umsóknarfrestur11. apríl 2023
Starfstegund
Staðsetning
Víðigrund 1, 200 Kópavogur
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.