

Kennari óskast í Snælandsskóla
Komdu með í skemmtilegt og skapandi skólastarf.
Snælandsskóli er heildstæður um 450 nemenda grunnskóli staðsettur í Fossvogsdal. Skólinn byggir á langri hefð fyrir framsæknu og árangursríku skólastarfi þar sem áhersla hefur verið lögð á þátttöku í margs konar þróunar- og nýbreytniverkefnum. Skólinn hefur lagt áherslu á umhverfismál og er löng hefð fyrir Grænfána. Skólinn er Heilsueflandi grunnskóli, styðst við Olweusaráætlunina gegn einelti og er Réttindaskóli Unicef.
Einkunnarorð skólans eru: Viska – virðing – víðsýni – vinsemd.
Starfssvið
Snælandsskóli óskar eftir kennurum í almenna kennslu á yngsta- mið- og unglingastigi í 80 - 100% starfshlutföll.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Grunnskólakennari
- Kennslureynsla er æskileg
- Framúrskarandi hæfni í samskiptum.
- Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi.
Ráðningartími og starfshlutfall
- Um er að ræða 80 - 100% starfshlutfall
- Staðan er laus frá og með 1. ágúst 2023
Aðrar upplýsingar
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og FG.
Upplýsingar um starfið veitir Magnea Einarsdóttir skólastjóri í símum 698 0828 / 441 4200 og Brynjar M Ólafsson aðstoðarskólastjóri 8603526.
Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.
Eingöngu er hægt að sækja um starfið í gegnum ráðningarvef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is.











