Verkmenntaskólinn á Akureyri
Verkmenntaskólinn á Akureyri
Verkmenntaskólinn á Akureyri

Kennari í rafiðngreinum

Verkmenntaskólinn á Akureyri auglýsir stöðu kennara í rafiðngreinum á vorönn 2025. Leitað er að einstaklingi sem skorar hátt á sviði samskipta, hefur áhuga á fjölbreyttri kennslu og fellur vel að aðstæðum og þörfum skólans.Um er að ræða 100% stöðu.

Helstu verkefni og ábyrgð

Kennslugreinar eru faggreinar í rafiðngreinum.

Kennari kennir og undirbýr kennslu, hefur faglegt samstarf og metur nám í kennslugrein sinni samkvæmt markmiðum aðal- og skólanámskrár, gerir námsáætlun, viðheldur faglegri hæfni sinni og hugar að tengslum við aðrar námsgreinar. Tekur þátt í samráði vegna starfs síns, ber ábyrgð á almennri upplýsingagjöf til nemenda og forráðamanna, situr fundi og vinnur önnur störf sem honum eru falin og samrýmast gildandi kjarasamningum, lögum og reglugerðum.

Kennari vinnur eftir vottuðu gæðakerfi VMA.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Meistaranám í rafiðngreinum.

  • Viðbótarnám á háskólastigi í rafiðngreinum eða tengdum greinum er æskilegt.

  • Kennsluréttindi eða í kennsluréttindanámi.

  • Hafi skipulagshæfileika, sýni frumkvæði, árvekni og þjónustulund.

  • Reynsla og hæfni í notkun upplýsingatækni s.s. Teams og Office365.

  • Hæfni í notkun teikniforrita og gervigreindar.

  • Þekking á forritun, notkun tölvustýrðra véla eða megatronik er kostur.

  • Frumkvæði, sveigjanleiki, öguð vinnubrögð og jákvætt hugarfar. Mjög góð hæfni í samskiptum og ríkur samstarfsvilji.

  • Hafi áhuga á að vinna með ungu fólki og á fjölbreyttri kennslu.

  • Hæfni í íslensku í ræðu og riti.

  • Þekking og hæfni til að kenna t.d. stærðfræði og aðrar raungreinar er mikill kostur

Auglýsing birt3. desember 2024
Umsóknarfrestur9. desember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Hringteigur 2, 600 Akureyri
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Hreint sakavottorð
Starfsgreinar
Starfsmerkingar