Kennari í rafiðngreinum
Verkmenntaskólinn á Akureyri auglýsir stöðu kennara í rafiðngreinum á vorönn 2025. Leitað er að einstaklingi sem skorar hátt á sviði samskipta, hefur áhuga á fjölbreyttri kennslu og fellur vel að aðstæðum og þörfum skólans.Um er að ræða 100% stöðu.
Kennslugreinar eru faggreinar í rafiðngreinum.
Kennari kennir og undirbýr kennslu, hefur faglegt samstarf og metur nám í kennslugrein sinni samkvæmt markmiðum aðal- og skólanámskrár, gerir námsáætlun, viðheldur faglegri hæfni sinni og hugar að tengslum við aðrar námsgreinar. Tekur þátt í samráði vegna starfs síns, ber ábyrgð á almennri upplýsingagjöf til nemenda og forráðamanna, situr fundi og vinnur önnur störf sem honum eru falin og samrýmast gildandi kjarasamningum, lögum og reglugerðum.
Kennari vinnur eftir vottuðu gæðakerfi VMA.
-
Meistaranám í rafiðngreinum.
-
Viðbótarnám á háskólastigi í rafiðngreinum eða tengdum greinum er æskilegt.
-
Kennsluréttindi eða í kennsluréttindanámi.
-
Hafi skipulagshæfileika, sýni frumkvæði, árvekni og þjónustulund.
-
Reynsla og hæfni í notkun upplýsingatækni s.s. Teams og Office365.
-
Hæfni í notkun teikniforrita og gervigreindar.
-
Þekking á forritun, notkun tölvustýrðra véla eða megatronik er kostur.
-
Frumkvæði, sveigjanleiki, öguð vinnubrögð og jákvætt hugarfar. Mjög góð hæfni í samskiptum og ríkur samstarfsvilji.
-
Hafi áhuga á að vinna með ungu fólki og á fjölbreyttri kennslu.
-
Hæfni í íslensku í ræðu og riti.
-
Þekking og hæfni til að kenna t.d. stærðfræði og aðrar raungreinar er mikill kostur