Kópavogsbær
Kópavogsbær
Kópavogsbær

Kennari í litlu sérúrræði

Menntasvið Kópavogsbæjar óskar eftir kennara í skólaúrræðið Tröð sem hefur það hlutverk að sinna nemendum í grunnskólum Kópavogsbæjar sem þurfa á tímabundinni breytingu á skólagöngu að halda.

Kennari í skólaúrræðinu sér um kennslu nemenda í úrræðinu og skapar hvetjandi námsumhverfi.

Kennari í Tröð vinnur í samstarfi við aðra fagaðila Traðar og fagfólk heimaskóla nemenda að endurskipulagningu náms hvers nemanda, námsvenjum og kennsluaðferðum. Hann ber ábyrgð á gerð vinnuáætlunar með hverjum nemanda og fylgir framkvæmd eftir í starfi sínu.

Kennari Traðar er lykilaðili í starfi úrræðisins. Hann vinnur með nemendum sem þar dvelja og fylgist með aðlögun þeirra þegar þeir fara aftur út í sína heimaskóla. Hann tekur þátt í stefnumótun og áætlunargerð úrræðisins. Úrræðið sækja að jafnaði 4 – 6 nemendur.

Helstu verkefni og ábyrgð
Skipuleggur kennslu sem hæfir ólíkum nemendum.
Vinnur með fjölbreytta kennsluhætti, einstaklingsnámskrár og hvetjandi námsumhverfi.
Vinnur að hegðunarmótandi áætlunum og aðlöguðu námi og námsumhverfi.
Ber ábyrgð á stöðufundum og inn- -og útskriftarfundum og stýrir þeim.
Ber ábyrgð á gerð áætlana fyrir nemendur og markmiðasetningu.
Sér um kennslu sem felur í sér breytingar á námsmarkmiðum, námsefni, námsaðstæðum og/eða kennsluaðferðum samkvæmt áætlun hvers nemanda.
Vinnur í nánu samstarfi við aðra fagaðila sem koma að úrræðinu og hverjum nemanda.
Hefur forgöngu um farsælt samstarf heimilis og skóla.
Ber ábyrgð á innkaupum og húsnæði.
Veitir stuðning til heimaskóla nemenda Traðar þegar nemendur fara aftur í heimaskóla og veitir ráðgjöf varðandi nám, kennsluhætti og námsaðstæður sem henta viðkomandi nemanda.
Er lykilaðili í starfi Traðar, skóla- og skammtímaúrræðis við grunnskóla Kópavogs og tekur virkan þátt í þróun þess og uppbyggingu á stefnu og sýn úrræðisins.
Menntunar- og hæfniskröfur
Kennsluréttindi og reynsla af kennslu á grunnskólastigi.
Framhaldsmenntun (Diplóma að lágmarki) á sviði uppeldis- og menntunarfræða.
Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi.
Færni í mannlegum samskiptum.
Sjálfstæði í vinnubrögðum og skipulagshæfileikar.
Hæfni til að takast á við nýjar og fjölbreyttar aðstæður sem upp geta komið.
Býr yfir sveigjanleika, lausnamiðun og skilvirkni.
Auglýsing stofnuð24. mars 2023
Umsóknarfrestur11. apríl 2023
Staðsetning
Neðstatröð 6, 200 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar