

Kennari í litlu sérúrræði
Menntasvið Kópavogsbæjar óskar eftir kennara í skólaúrræðið Tröð sem hefur það hlutverk að sinna nemendum í grunnskólum Kópavogsbæjar sem þurfa á tímabundinni breytingu á skólagöngu að halda.
Kennari í skólaúrræðinu sér um kennslu nemenda í úrræðinu og skapar hvetjandi námsumhverfi.
Kennari í Tröð vinnur í samstarfi við aðra fagaðila Traðar og fagfólk heimaskóla nemenda að endurskipulagningu náms hvers nemanda, námsvenjum og kennsluaðferðum. Hann ber ábyrgð á gerð vinnuáætlunar með hverjum nemanda og fylgir framkvæmd eftir í starfi sínu.
Kennari Traðar er lykilaðili í starfi úrræðisins. Hann vinnur með nemendum sem þar dvelja og fylgist með aðlögun þeirra þegar þeir fara aftur út í sína heimaskóla. Hann tekur þátt í stefnumótun og áætlunargerð úrræðisins. Úrræðið sækja að jafnaði 4 – 6 nemendur.











