Kópavogsbær
Kópavogsbær
Kópavogur er næststærsta sveitarfélag landsins með tæplega 38 þúsund íbúa. Nafn bæjarins er dregið af jörðinni Kópavogi sem ríkissjóður átti í byrjun síðustu aldar og leigði út ásamt annarri jörð Digranesi í nágrenni hennar. Kópavogshreppur var stofnaður í byrjun árs 1948 og voru íbúar þá rúmlega 900. Hreppurinn óx hratt og voru íbúar orðnir 3.783 þegar Kópavogur hlaut kaupstaðarréttindi 11. maí árið 1955. Í Kópavogi er mikil og fjölbreytt atvinnustarfsemi. Mest er um iðnað, þjónustu og verslun af ýmsu tagi og má geta þess að Smáralind er stærsta verslunarmiðstöð landsins. Í bænum eru fjölbreytt tækifæri til útivistar og aðstaða til íþróttaiðkunar er með því besta sem þekkist. Þá eru Kópavogsbúar afar stoltir af menningarstofnunum sínum á Borgarholtinu, svo sem Salnum, Gerðarsafni, Náttúrufræðistofu Kópavogs, Tónlistarsafni Íslands og Molanum, ungmennahúsi Kópavogs.
Kópavogsbær

Kennari í litlu sérúrræði

Menntasvið Kópavogsbæjar óskar eftir kennara í skólaúrræðið Tröð sem hefur það hlutverk að sinna nemendum í grunnskólum Kópavogsbæjar sem þurfa á tímabundinni breytingu á skólagöngu að halda.

Kennari í skólaúrræðinu sér um kennslu nemenda í úrræðinu og skapar hvetjandi námsumhverfi.

Kennari í Tröð vinnur í samstarfi við aðra fagaðila Traðar og fagfólk heimaskóla nemenda að endurskipulagningu náms hvers nemanda, námsvenjum og kennsluaðferðum. Hann ber ábyrgð á gerð vinnuáætlunar með hverjum nemanda og fylgir framkvæmd eftir í starfi sínu.

Kennari Traðar er lykilaðili í starfi úrræðisins. Hann vinnur með nemendum sem þar dvelja og fylgist með aðlögun þeirra þegar þeir fara aftur út í sína heimaskóla. Hann tekur þátt í stefnumótun og áætlunargerð úrræðisins. Úrræðið sækja að jafnaði 4 – 6 nemendur.

Helstu verkefni og ábyrgð
Skipuleggur kennslu sem hæfir ólíkum nemendum.
Vinnur með fjölbreytta kennsluhætti, einstaklingsnámskrár og hvetjandi námsumhverfi.
Vinnur að hegðunarmótandi áætlunum og aðlöguðu námi og námsumhverfi.
Ber ábyrgð á stöðufundum og inn- -og útskriftarfundum og stýrir þeim.
Ber ábyrgð á gerð áætlana fyrir nemendur og markmiðasetningu.
Sér um kennslu sem felur í sér breytingar á námsmarkmiðum, námsefni, námsaðstæðum og/eða kennsluaðferðum samkvæmt áætlun hvers nemanda.
Vinnur í nánu samstarfi við aðra fagaðila sem koma að úrræðinu og hverjum nemanda.
Hefur forgöngu um farsælt samstarf heimilis og skóla.
Ber ábyrgð á innkaupum og húsnæði.
Veitir stuðning til heimaskóla nemenda Traðar þegar nemendur fara aftur í heimaskóla og veitir ráðgjöf varðandi nám, kennsluhætti og námsaðstæður sem henta viðkomandi nemanda.
Er lykilaðili í starfi Traðar, skóla- og skammtímaúrræðis við grunnskóla Kópavogs og tekur virkan þátt í þróun þess og uppbyggingu á stefnu og sýn úrræðisins.
Menntunar- og hæfniskröfur
Kennsluréttindi og reynsla af kennslu á grunnskólastigi.
Framhaldsmenntun (Diplóma að lágmarki) á sviði uppeldis- og menntunarfræða.
Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi.
Færni í mannlegum samskiptum.
Sjálfstæði í vinnubrögðum og skipulagshæfileikar.
Hæfni til að takast á við nýjar og fjölbreyttar aðstæður sem upp geta komið.
Býr yfir sveigjanleika, lausnamiðun og skilvirkni.
Auglýsing stofnuð24. mars 2023
Umsóknarfrestur11. apríl 2023
Starfstegund
Staðsetning
Neðstatröð 6, 200 Kópavogur
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.