Álfaheiði
Álfaheiði

Kennari eða reynslumikill leiðbeinandi

Leikskólinn Álfaheiði óskar eftir kennara eða reynslumiklum leiðbeinanda.

Í leikskólanum Álfaheiði eru 79 börn á aldrinum eins til fimm ára og við skólann starfar reynslumikill og skemmtilegur hópur fagfólks. Faglegt starf í leikskólanum er mjög öflugt og leikskólinn er m.a. í fararbroddi í innleiðingu á réttindaskóla UNICEF.

Einkunnarorð leikskólans eru: deilum gildum okkar til að skapa betri heim.

Leikskólinn er staðsettur á fallegum stað í Kópavogi í nálægð við skemmtilegt útivistarsvæði, en útivera og umhverfismennt er mikilvægur þáttur í starfinu. Við óskum eftir leikskólakennara eða reynslumiklum leiðbeinanda í okkar góða starfshóp. Um 100% starf er að ræða.

Athygli er vakin á því að Kópavogsbær hefur nýlega samþykkt 6 tíma gjaldfrjálsan leikskóla ásamt auknum sveigjanleika og takmörkunum í opnunartíma leikskóla í dymbilbiku, milli jóla og nýars og vetrarfríum. Hér má sjá meira um það Sex tíma gjaldfrjáls leikskóli og aukinn sveigjanleiki | Kópavogsbær (kopavogur.is)

Nánari upplýsingar um leikskólann má finna á http://alfaheidi.kopavogur.is/

Helstu verkefni og ábyrgð
 • Vinnur að uppeldi og menntun barnanna
 • Vinnur í nánu samstarfi við foreldra/forráðamenn barnanna
 • Sinnir þeim verkefnum er varðar uppeldi og menntun barnanna sem yfirmaður felur honum
 • Starfið felur í sér almenna kennslu
Menntunar- og hæfniskröfur
 • Leikskólakennari eða önnur uppeldismenntun
 • Reynsla af vinnu með börnum
 • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
 • Frumkvæði í starfi
 • Jákvæðni og færni í mannlegum samskiptum
 • Góð íslenskukunnátta
 • Ef ekki fæst leikskólakennari verður ráðinn starfsmaður með aðra uppeldismenntun eða leiðbeinandi
Auglýsing stofnuð9. nóvember 2023
Umsóknarfrestur23. nóvember 2023
Starfstegund
Staðsetning
Álfaheiði 46, 200 Kópavogur
Starfsgreinar
Starfsmerkingar