
Kennarar óskast – Vertu með í frábærum hóp!
Við í Grunnskólanum í Þorlákshöfn leitum að kennurum fyrir næsta skólaár. Ráðið verður í stöðurnar frá og með 1. Ágúst 2025. Um er að ræða afleysingu til eins árs að hluta til. Í skólanum eru um 280 nemendur og starfsmenn eru um 60 talsins. Skólinn vinnur samkvæmt hugmyndafræði Uppeldis til ábyrgðar og teymiskennslu auk þess sem unnið er að innleiðingu leiðsagnarnáms. Þá tekur skólinn þátt í verkefninu um Grænfána og Heilsueflandi skóla. Einkunnarorð skólans eru vinátta, virðing og velgengni. Viltu vita veita? Kíktu þá á heimasíðuna okkar: https://www.olfus.is/grunnskolinn
Meðal kennslugreina. Heimilisfræði og umsjónarkennsla á yngsta- og miðstigi.
· Að vinna samkvæmt stefnu skólans og stuðla að velferð nemenda
· Að mæta fjölbreyttum þörfum allra nemenda
· Að vinna í teymi með öðrum umsjónarkennara að kennslu árgangs
· Að vinna að þróun skólastarfs með stjórnendum og samstarfsmönnum
· Að kynnast nemendum sínum sem best, foreldrum þeirra og aðstæðum
· Að stuðla að farsælu samstarfi heimila og skóla
· Kennaramenntun og leyfisbréf til kennslu
· Góð hæfni í mannlegum samskiptum
· Góð hæfni í íslensku
· Faglegur metnaður og skipulagshæfni
· Reynsla og áhugi á að vinna með börnum



















