Kópavogsskóli
Kópavogsskóli
Kópavogsskóli

Kennarar óskast í 6. bekk í Kópavogsskóla

Kópavogsskóli auglýsir eftir öflugum kennara til að bætast í hópinn okkar.

Kópavogsskóli er heildstæður grunnskóli með um 400 frábæra nemendur og um 85 kraftmikla starfsmenn. Í skólanum er sérdeild fyrir nemendur á mið- og unglingastigi og frístundaheimili fyrir nemendur í 1. – 4. bekk. Unnið er samkvæmt uppeldisstefnunni Uppeldi til ábyrgðar og lögð er áhersla á skapandi og framsækið skólastarf.

Í Kópavogsskóla eru allir kennarar og nemendur í 1. – 10. bekk með spjaldtölvur og mikil áhersla er lögð á einstaklingsmiðun náms og fjölbreytta kennsluhætti.

Um er að ræða umsjónarkennslu í 6. bekk.

Einkennisorð skólans eru vinátta, virðing, vellíðan. Góður starfsandi er í skólanum.

Upplýsingar um Kópavogsskóla og skólastarfið er að finna á www.kopavogsskoli.is.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjónarkennsla í 6. bekk
  • Vinnur að þróun skólastarfs með stjórnendum og samstarfsfólki
  • Vinnur í teymi með öðrum kennurum
  • Stuðla að velferð nemenda
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Kennaramenntun og leyfisbréf kennara
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Stundvísi og áreiðanleiki
  • Mjög góð færni í íslensku
  • Æskilegt að viðkomandi hafi þekkingu á Uppeldi til ábyrgðar
  • Góð þekking á upplýsingatækni mikilvæg
Fríðindi í starfi

Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins

Auglýsing birt6. september 2024
Umsóknarfrestur20. september 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
Staðsetning
Digranesvegur 1, 200 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Kennari
Starfsgreinar
Starfsmerkingar