Skaftárhreppur
Skaftárhreppur

Kennarar

Nýr sameiginlegur skóli á Kirkjubæjarklaustri, Kirkjubæjarskóli, auglýsir eftir kennurum fyrir skólaárið 2024-2025.

Lausar eru stöður umsjónarkennara á yngsta,-mið- og unglingastigi, staða verkgreinakennara auk íþrótta-og sundkennara. Starfshlutfall er 100% eða eftir samkomulagi. Í boði er viðbótarkennsla í stærðfræði og náttúrufræði á mið- og unglingastigi.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leyfisbréf til kennslu eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Sérhæfing á grunnskólastigi er æskileg
  • Kennslureynsla er æskileg
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð
  • Góð íslenskukunnátta
  • Hreint sakavottorð

Í Kirkjubæjarskóla verða um 50 nemendur í 1.-10. bekk skólaárið 2024-2025 og er tveimur til þremur árgöngum kennt saman. Skólinn er Heilsueflandi grunnskóli og starfar samkvæmt hugmyndafræði Jákvæðs aga.

Einkunnarorð skólans eru kærleikur-bjartsýni-samvinna og er lögð áhersla á að þau orð einkenni skólastarfið. Nánari upplýsingar um Kirkjubæjarskóla má finna á www.kbs.is.

Umsóknarfrestur er til og með 15. júlí 2024. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir hæfni viðkomandi til að gegna starfinu. Umsóknir gilda í 6 mánuði frá dagsetningu auglýsingar. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Nánari upplýsingar veita Helga Birna Jónsdóttir (helga@intellecta.is) og Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) í síma 511 1225.

Auglýsing stofnuð27. júní 2024
Umsóknarfrestur15. júlí 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Klausturvegur 4, 880 Kirkjubæjarklaustur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.KennslaPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Skipulag
Starfsgreinar
Starfsmerkingar