

Kennara vantar til starfa við Fellaskóla í Múlaþingi
Fellaskóli í Múlaþingi auglýsir öðru sinni eftir kennurum frá og með 1. ágúst 2025. Um er að ræða íþróttakennara og umsjónarkennara á yngsta stig. Starfshlutfall getur verið samkomulag.
Fellaskóli er notalegur lítill skóli með tæplega 100 nemendur. Við störfum samkvæmt aðferðum leiðsagnarnáms og byrjendalæsis. Uppeldisstefna skólans er jákvæður agi. Við leggjum áherslu á útinám og höfum verið að þróa þá kennslu á öllum skólastigum undanfarin ár þar sem um samþættingu námsgreina og teymisvinnu er að ræða.
Nánari upplýsingar um starfið veitir skólastjóri sem jafnframt er næsti yfirmaður, Anna Birna Einarsdóttir - [email protected] og í síma 4700640.
- Annast kennslu nemenda í samráði i við skólastjórnendur og aðra kennara.
- Vinna samkvæmt stefnu skólans.
- Stuðla að vegferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk.
- Kennaramenntun og leyfisbréf kennara.
- Reynsla og áhugi á að starfa með börnum.
- Góð hæfni í samskiptum og sveigjanleiki í starfi.
- Góð skipulagshæfni, jákvæðni, frumkvæði og reynsla.
- Góð íslenskukunnátta.
- Vilji til að starfa í teymum.
- Hreint sakavottorð.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi sveitafélagsins og Kennarasambands Íslands.
Umsókninni skal fylgja yfirlit yfir nám og fyrri störf og kynningarbréf.
Tekið er mið af jafnréttisáætlun Múlaþings við ráðningu hjá sveitafélaginu.












