Vantar þig skemmtilegt starf með skóla?

Kársnesskóli Digranesvegur 1, 200 Kópavogur


Kársnesskóli  óskar eftir frístundaleiðbeinendum í Vinahól, frístund í Kársnesskóla.
 

Kársnesskóli er heildstæður grunnskóli í  vesturbæ Kópavogs. Í skólanum eru um 590 nemendur í 1. til 10. bekk  og 80 starfsmenn og þar ríki góður starfsandi og vinnuaðstæður eru góðar. Við skólann er starfrækt frístund fyrir börn í 1. til 4. bekk.  Frístundin starfar í anda stefnu Kópavogsbæjar um málefni frístundastarfs og klúbbastarfs en þar er lögð áhersla á að hver einstaklingur fái að njóta sín og þroskast í umhverfi sem einkennist af hlýju, öryggi og virðingu. Gildi skólans eru virðing, þekking, ábyrgð og ánægja. Vinnutími getur hentað fólki vel sem er í námi.

Ráðningartími og starfshlutfall
Ráðningartími er frá 1. janúar 2019

Starfshlutfall er 35% til 50% starf. Um framtíðarstarf getur orðið að ræða.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Reynsla og áhugi á starfi með börnum 
  • þolinmæði og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Viðkomandi þarf að vera skipulagður, sýna sjálfstæði og frumkvæði í starfi
  • Stundvísi og  áreiðanleiki er skilyrði
  • Framhaldskólamenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi æskileg

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags

Upplýsingar gefa skólastjóri, Björg Baldursdóttir í síma 441-4600 og Rósa forstöðumaður Vinahóls í síma 441- 4634.

Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is .

Umsóknarfrestur:

18.12.2018

Auglýsing stofnuð:

06.12.2018

Staðsetning:

Digranesvegur 1, 200 Kópavogur

Starfstegund:

Hlutastarf


Starfsgreinar
Kennsla og rannsóknir Þjónustustörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi