Forfallakennari í Kársnesskóla

Kársnesskóli Digranesvegur 1, 200 Kópavogur


Forfallakennari óskast í Kársnesskóla veturinn 2019 - 2020
 

Kársnesskóli er heildstæður grunnskóli í  vesturbæ Kópavogs. Í skólanum eru 590 nemendur í 1. til 10. bekk  og 90 starfsmenn og þar ríkir góður starfsandi. Við skólann er starfrækt frístund fyrir börn í 1. til 4. bekk. Unnið er samkvæmt uppeldisstefnunni Uppeldi til ábyrgðar. Í Kársnesskóla eru allir nemendur í 5.-10.bekk með spjaldtölvur og áhersla er á fjölbreytta kennsluhætti.  Gildi skólans eru virðing, þekking, ábyrgð og ánægja.

Ráðningartími og starfshlutfall
Um er að ræða tímabundna ráðningu skólaárið 2019 – 2020 í tilfallandi stundakennslu.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla
  • Þekking og áhugi á kennslu- og uppeldisfræði
  • Einlægur áhugi á að vinna með börnum og unglingum
  • Þolinmæði og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Stundvísi og áreiðanleiki er skilyrði

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ 

Upplýsingar gefur skólastjóri, Björg Baldursdóttir skólastjóri í síma 441-4600 og gsm 6994181  

Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um starfið. 

 

 

 

 

Umsóknarfrestur:

20.08.2019

Auglýsing stofnuð:

07.08.2019

Staðsetning:

Digranesvegur 1, 200 Kópavogur

Starfstegund:

Tímabundið


Starfsgreinar
Kennsla og rannsóknir

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi