Eyjafjarðarsveit
Eyjafjarðarsveit
Eyjafjarðarsveit

Karlmaður í sumarafleysingastöðu

Íþróttamiðstöðin í Eyjafjarðarsveit leitar að samviskusömum og þjónustulunduðum karlkyns einstaklingi í sumarafleysingarstarf sundlaugarvarðar. Starfið er unnið á vöktum og er ráðningartími frá lokum maí og fram í ágúst. Það snýst um öryggisgæslu í sundlaug, þjónustu við gesti, afgreiðslu og þrif.

Í boði er líflegt og skemmtilegt starf, í mjög jákvæðum og skemmtilegum starfsmannahópi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Starfsmaður sinnir öryggisgæslu í sundlaug við sjónvarpsskjá og laug auk eftirlits með öryggiskerfum, eftirliti með íþróttasal og líkamsrækt, afgreiðslu og baðvörslu.
  • Starfsmaður sér til þess að húsnæðið og laugarsvæðið sé öruggt, hreint og snyrtilegt og annast þrif samkvæmt þrifaáætlun.
  • Starfsmaður hefur umsjón með útleigu, þrifum og frágangi í íþróttasal og líkamsrækt.
  • Starfsmaður sinnir einnig tjaldsvæði á opnunartíma þess; afgreiðslu, innheimtu gjalda, þrif og sér til þess að svæðinu sé haldið snyrtilegu.
  • Starfsmaður tekur við greiðslum gesta íþróttamiðstöðvarinnar og framkvæmir dagleg uppgjör kassakerfis. 
  • Starfið felur í sér upplýsingagjöf til ferðamanna og önnur verkefni sem yfirmaður felur.
Menntunar- og hæfniskröfur

Starfsmenn þurfa að ljúka sérhæfðu námskeiði í skyndihjálp og björgun og standast hæfnispróf í sundi. Gerð er krafa um þjónustulund og lipurð í samskiptum, snyrtimennsku og nákvæmni. 

Fríðindi í starfi

Starfsfólk hefur aðgang að sundlaug og líkamsrækt á samningstíma. 

Auglýsing birt31. mars 2025
Umsóknarfrestur30. apríl 2025
Laun (á mánuði)501.000 - 550.000 kr.
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Skólatröð 9, 605 Akureyri
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.AfgreiðslaPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.HeiðarleikiPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Samskipti í símaPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.SkyndihjálpPathCreated with Sketch.SkyndihjálpPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.SundPathCreated with Sketch.VandvirkniPathCreated with Sketch.Vinna undir álagiPathCreated with Sketch.ÞjónustulundPathCreated with Sketch.ÞolinmæðiPathCreated with Sketch.Þrif
Hentugt fyrir
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar