
Eyjafjarðarsveit
Eyjafjarðarsveit er sveitarfélag með rúmlega 1.000 íbúa staðsett í Eyjafirði sunnan Akureyrar.

Karlmaður í sumarafleysingastöðu
Íþróttamiðstöðin í Eyjafjarðarsveit leitar að samviskusömum og þjónustulunduðum karlkyns einstaklingi í sumarafleysingarstarf sundlaugarvarðar. Starfið er unnið á vöktum og er ráðningartími frá lokum maí og fram í ágúst. Það snýst um öryggisgæslu í sundlaug, þjónustu við gesti, afgreiðslu og þrif.
Í boði er líflegt og skemmtilegt starf, í mjög jákvæðum og skemmtilegum starfsmannahópi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Starfsmaður sinnir öryggisgæslu í sundlaug við sjónvarpsskjá og laug auk eftirlits með öryggiskerfum, eftirliti með íþróttasal og líkamsrækt, afgreiðslu og baðvörslu.
- Starfsmaður sér til þess að húsnæðið og laugarsvæðið sé öruggt, hreint og snyrtilegt og annast þrif samkvæmt þrifaáætlun.
- Starfsmaður hefur umsjón með útleigu, þrifum og frágangi í íþróttasal og líkamsrækt.
- Starfsmaður sinnir einnig tjaldsvæði á opnunartíma þess; afgreiðslu, innheimtu gjalda, þrif og sér til þess að svæðinu sé haldið snyrtilegu.
- Starfsmaður tekur við greiðslum gesta íþróttamiðstöðvarinnar og framkvæmir dagleg uppgjör kassakerfis.
- Starfið felur í sér upplýsingagjöf til ferðamanna og önnur verkefni sem yfirmaður felur.
Menntunar- og hæfniskröfur
Starfsmenn þurfa að ljúka sérhæfðu námskeiði í skyndihjálp og björgun og standast hæfnispróf í sundi. Gerð er krafa um þjónustulund og lipurð í samskiptum, snyrtimennsku og nákvæmni.
Fríðindi í starfi
Starfsfólk hefur aðgang að sundlaug og líkamsrækt á samningstíma.
Auglýsing birt31. mars 2025
Umsóknarfrestur30. apríl 2025
Laun (á mánuði)501.000 - 550.000 kr.
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Skólatröð 9, 605 Akureyri
Starfstegund
Hæfni
AfgreiðslaFrumkvæðiHeiðarleikiHreint sakavottorðJákvæðniMannleg samskiptiSamskipti í símaSamviskusemiSkyndihjálpSkyndihjálpStundvísiSundVandvirkniVinna undir álagiÞjónustulundÞolinmæðiÞrif
Hentugt fyrir
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Starf í móttöku á Bílaverkstæði & varahlutaverslun.
Ný-sprautun ehf

Bílaþvottur / Car Wash
Icerental4x4

Sundlaugarvörður / Sumarstarf
Sundlaugin að Hlöðum

Afgreiðsla á bifreiðaverkstæði
Bílvogur bifreiðaverkstæði

Sumarstörf - Apótekarinn Hveragerði
Apótekarinn

Óskum eftir aðstoðarmanni í eldhús / aðstoðarmatráð
Hjallastefnan

Starfsfólk óskast/Seeking employees
S4S Premium Outlet

CityHost (receptionist)
CityHub Reykjavik

Bílstjóri í flotdeild
Steypustöðin

Þjónn í hlutastarf
Hnoss Restaurant

Þjónusta í apóteki - Sumarstörf
Apótekarinn

Þjónusta í apóteki - Sumarstarf
Lyf og heilsa