
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins
LSR er stéttarfélagstengdur lífeyrissjóður sem tryggir sjóðfélögum sínum og fjölskyldum þeirra víðtæk réttindi.
LSR er traustur lífeyrissjóður og sjóðfélögum örugg samfylgd.

Junior-forritari
Viltu leika lykilhlutverk í stafrænni uppbyggingu stærsta lífeyrissjóðs landsins? Hefur þú reynslu af þróun og samþættingu nútíma hugbúnaðarkerfa? Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins leitar nú að útsjónarsömum forriturum sem eru tilbúnir að taka með okkur næstu skref í stafrænni vegferð sjóðsins.
LSR hefur sett sér metnaðarfulla stefnu í upplýsingatækni og framundan eru fjölbreytt og spennandi verkefni hjá samhentum og metnaðarfullum hópi sem leiðir stafræn uppbyggingarverkefni sjóðsins. Við þann hóp viljum við bæta „full stack“ forritara sem er tilbúinn til að læra og þróast í sínu fagi.
Helstu verkefni og ábyrgð
Hönnun, þróun og innleiðing hugbúnaðar.
Samþætting lykilkerfa.
Uppbygging á innra tækniumhverfi sjóðsins.
Menntunar- og hæfniskröfur
Forritunarkunnátta og mikill metnaður til að þroskast í starfi.
Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. B.Sc. gráða í tölvunarfræði, verkfræði eða sambærileg menntun.
Færni í bakendaforritun, s.s. smíði vefþjónusta og gagnagrunna. Þekking á C#, .NET/.NET Core og SQL fyrirspurnarmáli æskileg.
Þekking á framendavefforritun er kostur, s.s. Typescript / Javascript og frameworks því tengdu (t.d. Angular eða React).
Þekking á þróun, smíði og viðhaldi kerfa í skýjaumhverfi er kostur.
Þekking á skilgreiningarmálum er kostur, s.s. XML, JSON, HTML, CSS og SASS / LESS.
Geta og vilji til að vinna vel í teymi. Þekking af Agile aðferðafræðum nauðsynleg.
Þekking á kóðastýringu með Git og nútímaþróun (CI/CD þróunarferlar) er kostur.
Sambærileg störf (12)

Verkefnastjóri á sviði upplýsingatækni
Tryggingastofnun Kópavogur 13. feb. Fullt starf

Bakendaforritari
RÚV Reykjavík 8. feb. Fullt starf

.NET / fullstack forritari
Joroma Hugbúnaðarhús Reykjavík 28. feb. Fullt starf

Sérfræðingur í rekstri IP/MPLS nets
Míla ehf Reykjavík 29. jan. Fullt starf

Engineering Chapter Lead
Controlant Kópavogur 5. feb. Fullt starf

Power Platform / D365 Sérfræðingur
ST2 Reykjavík 10. feb. Fullt starf

Senior software engineer
Learncove Reykjavík Fullt starf

Sérfræðingur í tækniþjónustu
Terra umhverfisþjónusta hf Hafnarfjörður Fullt starf

Sérfræðingur í sjálfvirknivæðingu
Sensa ehf. Reykjavík 3. feb. Fullt starf

Data Engineer
Marel hf. Garðabær Fullt starf

Information Security Officer
Controlant Kópavogur 31. jan. Fullt starf

Kóði leitar að öflugum forritara
Kóði Reykjavík 10. feb. Fullt starf
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.