Gleðisprengjur í fullt starf

JÖMM Kringlan 4-12, 103 Reykjavík


Nennir þú að hjálpa okkur að halda uppi stuði, gleðja viðskiptavini, löðra sósum á kartöflur, smyrja samlokur, pakka sósum eða flippa borgurum?

Við rekum matvælaframleiðslu í Hafnarfirði og skyndibitastað í Kringlunni sem býður upp á sóðalega vegan rétti, hröðustu þjónustuna og skemmtilegasta starfsfólkið. Samlokurnar okkar og sósurnar fást út um allan bæ og Jömm er hreinlega að gera allt brjálað. 

Það væri snilld ef þú hefur áður unnið í afgreiðslu eða eldhúsi en við veitum líka sérstök bónusstig fyrir eftirfarandi:

  • ef þú talar sænsku
  • ef þú getur kennt okkur að djöggla sósubrúsum
  • ef þú ert vegan eða allavega korter í vegan
  • ef þú borðar súkkulaði í morgunmat

Svo er eiginlega skilyrði að vera til í fullt starf eða allavega nálægt því. 

Við gerum ráð fyrir að fjölga um nokkrar gleðisprengjur í fjölbreytt verkefni í byrjun ágúst en sæktu strax um svo við getum byrjað að tala saman.

 

Auglýsing stofnuð:

03.07.2019

Staðsetning:

Kringlan 4-12, 103 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Veitingastörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi