HS Orka
HS Orka
HS Orka

Jarðefnafræðingur

Auðlindastýring HS Orku leitar að öflugum jarðefnafræðingi í þá vegferð að tryggja sjálfbæra nýtingu þeirra auðlinda sem fyrirtækinu hefur verið treyst fyrir.

Jarðefnafræðingur ber ábyrgð á rannsóknum, vöktun og sýnatöku á auðlindum sem HS Orka er með í vinnslu eða til rannsókna. Jafnframt vinnur hann að undirbúningi og framkvæmd borverka og sinnir yfirborðskortlagningu, jarðhitamælingum og samtúlkun ganga.

Helstu verkefni og ábyrgð

·        Rannsóknir tengdar auðlindum

·        Vinnslueftirlit

·        Eftirlit og rannsóknir í borverkum

·        Jarðfræði- og jarðhitakortlagning, bergfræðirannsóknir, efnagreiningar á bergi og samtúlkun niðurstaðna

·        Sýnataka og efnagreiningar

·        Þróun og nýframkvæmdir

Menntunar- og hæfniskröfur

·        Jarðfræði eða sambærileg menntun. MSc gráða æskileg

·        Reynsla af störfum tengdum umhverfismálum æskileg

·        Þekking á orkuiðnaði kostur

·        Samskiptahæfni og frumkvæði

·        Sjálfstæði í starfi og hæfni til að vinna undir álagi

Auglýsing stofnuð13. febrúar 2024
Umsóknarfrestur27. febrúar 2024
Starfstegund
Staðsetning
Orkubraut 1, 240 Grindavík
Turninn
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar