Sundlaugarvörður Árbæjarlaug

ITR Fylkisvegur 9, 110 Reykjavík


ÍTR óskar eftir sundlaugarverði og starfsmanni á kvennaböð í Árbæjarlaug.

Sundlaugarnar eru tilvalinn starfsvettvangur fyrir fólk sem vill vinna í fjörugu og skemmtilegu umhverfi og hefur ánægju af því að umgangast og þjónusta viðskiptavini.

Starfsmenn ÍTR vinna á sviði íþrótta-og tómstunda og eru lykillinn að því að ÍTR geti veitt viðskiptavinum sínum fyrsta flokks þjónustu.  ÍTR leggur áherslu á jafnrétti, starfsþróun og vellíðan starfsfólks.

Íþrótta- og tómstundasvið Reykjavíkurborgar starfrækir 7 sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu

 Verkefni og ábyrgð

·        Stuðla að því að gestir sundlauga finni fyrir öryggi og ánægju með þjónustuna og upplifi sundlaugina sem griðastað

·        Framfylgja öryggis- og umgengnisreglum sundlauga

·        Upplýsa gesti um öryggis- og umgengnisreglur sundlauga

·        Aðstoða gesti eftir þörfum

·        Hafa eftirlit með tækjum og búnaði sundlaugar

·        Vinna að því að umhverfi og aðstæður séu ávallt hrein í samræmi við heilbrigðisreglugerð

·        Sinna mælingum og eftirliti með gæðum sundlaugavatns

 Hæfniskröfur

 ·       Góð almenn menntun og reynsla sem nýtist í starfi

·        Þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum

·        Stundvísi

·        Þátttaka á námskeiði í skyndihjálp og björgun úr laug

·        Standast hæfnispróf laugarvarða sbr. reglugerð fyrir sundstaði

·        Hreint sakavottorð

·        Viðkomandi þarf að tala íslensku. 

 

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og Sameykis.

Starfshlutfall               93% vaktavinnustarf

Ráðningarform            Ótímabundin ráðning
Nafn sviðs                    Íþrótta- og tómstundasvið

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Drífa Magnúsdóttir forstöðumaður Árbæjarlaugar
Tölvupóstur:  drifa.magnusdottir@reykjavik.is

 Árbæjarlaug v/Fylkisveg
110 Reykjavík
s.411-5200

Auglýsing stofnuð:

09.08.2019

Staðsetning:

Fylkisvegur 9, 110 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Þjónustustörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi