Grundarfjarðarbær
Grundarfjarðarbær
Grundarfjarðarbær

Íþrótta- og tómstundafulltrúi

Grundafjarðarbær óskar eftir að ráða kraftmikinn og lausnamiðaðan einstakling með forystuhæfileika í starf íþrótta- og tómstundafulltrúa. Leitað er að aðila sem er óhræddur við að ganga í fjölbreytt og krefjandi verkefni. Þá er handlagni og verkvit kostur.

Starfið felst í þróun, skipulagningu, samræmingu og stjórnun íþrótta- og tómstundamála, forvarna og lýðheilsuverkefna á vegum bæjarins. Fag- og rekstrarleg ábyrgð á starfsemi íþróttamannvirkja og tjaldsvæðis, félagsmiðstöðvar unglinga og skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Samstarf við fagnefndir bæjarins og félagasamtök, umsjón eða aðkoma að viðburðum.

Mikilvægt er að viðkomandi hafi góða samskiptafærni, frumkvæði og skilning á rekstri mannvirkja, auk hæfni til að vinna bæði sjálfstætt og að leiða teymi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón með rekstri og starfsemi íþrótta- og tómstundastarfs, þ.m.t. starfsmannamál og dagleg stjórnun.
  • Umsjón með rekstri íþróttamannvirkja.
  • Ráðgjöf og þátttaka í stefnumótun og eftirfylgni stefnumótunar.
  • Samningagerð, eftirfylgni með fjárhagsáætlunum og framvindu íþrótta- og tómstundamála.
  • Ráðgjöf og stuðningur við fagnefndir bæjarins og bæjarstjórn.
  • Samstarf og samskipti við hagsmunaaðila á svæðinu sem og stofnanir og aðila utan þess.
  • Stuðla að öflugu íþrótta- og tómstundastarfi barna og ungmenna og virk upplýsingagjöf um starfsemi málaflokksins.
  • Önnur verkefni í samráði við yfirmann.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi er kostur, s.s. á sviði kennslu, íþrótta eða tómstunda.
  • Farsæl reynsla af íþrótta- og tómstundastarfi, rekstri og stjórnun.
  • Rík leiðtoga- og samskiptahæfni.
  • Frumkvæði, metnaður og lausnamiðuð hugsun.
  • Góðir skipulagshæfileikar, áreiðanleiki og aðlögunarhæfni.
  • Góð færni í íslensku, bæði í töluðu og rituðu máli.
  • Góð tölvukunnátta.
  • Forsenda ráðningar er hreint sakavottorð skv. viðeigandi lögum.
Fríðindi í starfi

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Auglýsing birt22. mars 2025
Umsóknarfrestur2. apríl 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Borgarbraut 16, 350 Grundarfjörður
Borgarbraut 17, 350 Grundarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar