

IT Manager
Rapyd Europe leitar að starfsmanni í hlutverk IT Manager á Íslandi. Í því hlutverki munt þú bera ábyrgð á úrlausnum tæknimála á Íslandi ásamt því að taka virkan þátt í starfseminni á alþjóðavísu. Hlutverkið veitir þér tækifæri til þátttöku í stórum alþjóðlegum verkefnum þar sem þú öðlast reynslu og þekkingu í nýjungum á sviði upplýsingatækni. Þú verður “go-to” manneskjan sem starfsfólk Rapyd á Íslandi leitar til við úrlausn ýmissa tæknimála en ekki er um stjórnendahlutverk að ræða.
-
Þjónusta starfsfólk Rapyd á Íslandi og út um allan heim við úrlausn tæknimála.
-
Hafa umsjón með notendum og leyfum skýjatengds og staðbundins búnaðar.
-
Hafa umsjón með tæknibúnaði á Íslandi, m.a. fartölvum og öðrum tæknibúnaði
-
Vinna að tæknilegum verkefnum með nýjustu tækni.
-
Vinna náið með alþjóðlegu teymi, veita aðstoð í stórum alþjóðlegum verkefnum og vera stuðningur fyrir notendur í tæknimálum.
-
Reynsla af störfum í tæknigeiranum er æskileg, sérstaklega þegar kemur að þjónustu við viðskiptavini / samstarfsfélaga.
-
Framúrskarandi skilningur á tölvukerfum og mikil reynsla í uppsetningu og viðhaldi á tölvubúnaði.
-
Reynsla af umsjón með Mac og PC búnaði, bilanaleit vélbúnaðar og úrlausn hugbúnaðarvandamála.
-
Þekking af Google Workspace er kostur.
-
Mjög gott vald á íslensku og ensku.
-
Sjálfstæð vinnubrögð, jákvætt hugarfar og geta til að læra hratt.
-
Mikil þjónustulund og góð samskiptafærni!













