Kranabílstjóri

Ístak hf Bugðufljót 19, 270 Mosfellsbær


Við leitum að starfsmanni í vélaþjónustu Ístaks. Deildin þjónustar fjölbreytt verkefni fyrirtækisins.

Hæfniskröfur:

  • Réttindi á farandkrana stærri en 18 tonnmetrar (B)
  • Meirapróf
  • Reynsla sem kranabílstjóri

Við leitum að drífandi einstaklingi með góða samskiptahæfni til að ganga til liðs við frábæran hóp hjá framsæknu verktakafyrirtæki. Önnur vinnuvélaréttindi eru mikill kostur.

Ístak býður upp á:

  • Áhugaverð og síbreytileg verkefni
  • Samkeppnishæf laun
  • Góðan aðbúnað á vinnustað og öruggt vinnuumhverfi
  • Reynslumikla og trausta stjórnendur

Nánari upplýsingar veitir mannauðsdeild Ístaks í síma 530 2700.

Ístak er leiðandi fyrirtæki á íslenskum verktakamarkaði. Ístak var stofnað árið 1970 og annast ýmis verkefni, svo sem virkjanir, stóriðjuverk, jarðvinnuverk, hafnarframkvæmdir, vega- og brúagerð auk flugvalla, enn fremur húsbyggingar fyrir opinberar stofnanir, sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga. Ístak er dótturfélag Aarsleff Group sem er leiðandi verktaki með yfir 4.500 starfsmenn í ýmsum heimsálfum.

Auglýsing stofnuð:

23.07.2019

Staðsetning:

Bugðufljót 19, 270 Mosfellsbær

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Iðnaðarstörf Þjónustustörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi