Vestmannaeyjar - Bílstjóri óskast

Íslandspóstur Strandvegur 52, 900 Vestmannaeyjar


Pósturinn í Vestmannaeyjum leitar eftir bílstjórum í kvöldkeyrslu. Við erum að leita eftir kraftmiklu og ábyrgðarfullu fólki til að dreifa sendingum til einstaklinga.

Stundvísi, áreiðanleiki og samviskusemi eru skilyrði. Vinnutíminn er á bilinu 17:00 til 22:00. Mögulegt er að semja um fjölda vakta í viku en miðað er við eitt til þrjú kvöld í viku.

Hæfniskröfur:

  • Bílpróf
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
  • Rík þjónustulund og góð samskiptafærni

Umsóknarfrestur er opinn þar sem æskilegt er að viðkomandi geti hafið sem fyrst. Tekið er á móti umsóknum á umsóknarvef Póstsins, www.postur.is. 

Pósturinn er með Jafnlaunavottun og konur jafnt sem karlar eru hvött til að til sækja um starfið.

Nánari upplýsingar veitir: Heiða (Aðalheiður) í netfangi heidak@postur.is 

Auglýsing stofnuð:

15.05.2019

Staðsetning:

Strandvegur 52, 900 Vestmannaeyjar

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Þjónustustörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi