
Ískraft
ÍSKRAFT var stofnað af Herborgu Halldórsdóttur og Hreggviði Þorgeirssyni í nóvember 1975.
Í upphafi einskorðaði fyrirtækið sig við útvegun raflagnaefnis til rafveitna, ekki síst til RARIK sem þá vann að lagningu Byggðalínu. ÍSKRAFT útvegaði í þetta umfangsmikla verkefni, tengivirki, línuvír, einangra, spennubreyta og margt fleira.
Árið 1980 jukust umsvifin á hinum almenna rafiðnaðarmarkaði og hefur síðan verið unnið stöðugt að útvíkkun starfseminnar á því sviði.
Í árslok 1987 sameinuðust ÍSKRAFT og Ásel hf. í Garðabæ og jókst þá vöruúrvalið á sviði töflubúnaðar mjög.
Árið 1999 er Ískraft keypt og sameinast rekstri Húsasmiðjunnar.

Ískraft: Rekstrarstjóri á Norðurlandi
Ískraft leitar að metnaðarfullum leiðtoga til þess að reka útibú okkar á Akureyri. Við leitum að einstaklingi sem brennur fyrir þjónustu og fólki, er söludrifinn og hefur jákvætt hugarfar. Megin ábyrgð rekstrarstjóra er rekstur útibúsins, skipulag og stjórnun á daglegri starfsemi sem og að vinna að því alla daga, ásamt flottum hópi starfsfólks að veita viðskiptavinum okkar frábæra þjónustu.
Ískraft er leiðandi á fyrirtæki á sínu sviði og er með sterk og vönduð vörumerki. Um er að ræða spennandi tækifæri fyrir réttan aðila til að vera þátttakandi í frekari uppbyggingu Ískraft á Norðurlandi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Skipulagning og ábyrgð á daglegri starfsemi og rekstri
- Sölustjórnun, söluráðgjöf og þjónusta við viðskiptavini
- Tilboðsgerð og eftirfylgni tilboða
- Sköpun og viðhald viðskiptasambanda
- Umsjón með innkaupum og birgðahaldi
- Umsjón með starfsmannamálum
- Stuðla að jákvæðum starfsanda og starfsumhverfi
Menntunar- og hæfniskröfur
- Stjórnunarreynsla og hæfni til að leiða fólk til árangurs
- Framúrskarandi samskiptahæfni og rík þjónustulund
- Reynsla og þekking af sölumálum og sölustjórnun
- Sjálfstæði, frumkvæði og skipulagshæfni
- Góð þekking á verslunarrekstri og á rafvörum
- Menntun sem nýtist í starfi
- Góð almenn tölvukunnátta t.d. á sölukerfum og CRM kerfum
- Góð íslensku- og enskukunnátta
Fríðindi í starfi
- Heilsuefling, s.s. heilsufarsskoðun, bólusetning, aðgangur að sálfræðiþjónustu, heilsueflandi fræðsla.
- Aðgangur að orlofshúsum.
- Ýmsir styrkir, s.s. íþróttastyrkur, samgöngustyrkur og fræðslustyrkur.
- Afsláttarkjör í verslunum okkar.
Auglýsing birt28. febrúar 2024
Umsóknarfrestur13. mars 2024
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Freyjunes 1, 603 Akureyri
Starfstegund
Hæfni
HeiðarleikiJákvæðniLeiðtogahæfniLyftaraprófMannleg samskiptiSjálfstæð vinnubrögðStundvísiTeymisvinnaÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Tæknistjóri Sjódeild Arnarlax / Technical Manager seawater Arnarlax
Arnarlax ehf

Multivac Tæknimaður
Multivac ehf

Kennari ungbarnaleikskóla, fullt starf
Seltjarnarnesbær

Fjölhæfur og úrræðagóður iðnaðamaður
atNorth

Tengdu þig við okkur - rafvirki á Hvolsvelli
Rarik ohf.

LÁGSPENNTUR RAFVIRKI
atNorth

Deildarstjóri þjónustu- og framkvæmdadeildar
Sveitarfélagið Hornafjörður

Deildarstjóri skipulags-, umhverfis- og byggingardeildar
Sveitarfélagið Hornafjörður

Drífandi einstaklingur á rafmagnssviði
Verkfræðistofan Vista ehf

Viðskiptastjóri
Pósturinn

Framkvæmdastjóri
Félagsstofnun stúdenta

Söluráðgjafi rafbúnaðar hjá Johan Rönning
Johan Rönning