Deildarstjóri í félagsþjónustu

Ísafjarðarbær Hafnarstræti 1, 400 Ísafjörður


Velferðarsvið Ísafjarðarbæjar auglýsir laust til umsóknar 100% starf deildarstjóra í félagsþjónustu. Æskilegast er að viðkomandi geti hafið störf eigi síðar en þann 1. júlí  2019 eða eftir nánara samkomulagi. Næsti yfirmaður er sviðsstjóri velferðarsviðs. 

Meginmarkmið starfsins er að hafa yfirsýn yfir og samræma félagsþjónustu við íbúa Ísafjarðarbæjar í samræmi við lög og reglugerðir í viðkomandi málaflokkum. Jafnframt að þjónustan sé einstaklingsmiðuð og persónuleg og miðist eftir fremsta megni við þarfir einstaklingsins sem um hana sækir.

Velferðarsvið býður meðal annars upp á:

 • Þverfaglega samvinnu með metnaðarfullu starfsfólki
 • Góðan starfsanda

 

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Gegnir stjórnunar- og forystuhlutverki í almennri félagsþjónustu og málefnum aldraðra
 • Ber ábyrgð á rekstri og skipulagningu á félagsþjónustu
 • Ber ábyrgð á innra starfi, starfsmannamálum, samskiptum við þjónustuþega, aðstandendur og samstarfsstofnanir
 • Ber ábyrgð á áætlanagerð í félagsþjónustu í samræmi við stefnu Ísafjarðarbæjar
 • Tekur þátt í stefnumótun þjónustu, mótun verkferla, gerð starfsáætlana og endurskoðun reglna í málaflokknum
 • Tekur þátt í þverfaglegu starfi innan velferðarsviðs og með samstarfsstofnunum

 

Menntunar- og hæfnikröfur:

 • Starfsréttindi í félagsráðgjöf
 • Reynsla af sambærilegu starfi í félagsþjónustu er æskileg
 • Góð íslenskukunnátta og tjáning í ræðu og riti
 • Önnur tungumálakunnátta er æskileg
 • Góð færni í mannlegum samskiptum
 • Sjálfstæði og skipulag í vinnubrögðum.   
 • Góð almenn tölvukunnátta
 • Góð yfirsýn, vandvirkni og skipulagshæfni

Til greina kemur að ráða starfsmann með aðra háskólamenntun sem nýtist í starfinu. Allir starfsmenn á velferðarsviði þurfa að gefa heimild til upplýsingaöflunar frá sakaskrá.

Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Umsóknarfrestur er til og með  21. maí 2019. Umsóknir, ásamt ferilskrá og kynningarbréfi, skulu sendar til Baldurs Inga Jónassonar, mannauðsstjóra Ísafjarðarbæjar á netfangið baldurjo@isafjordur.is. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.

Nánari upplýsingar veitir Margrét Geirsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs, í síma 450-8000 eða í gegnum tölvupóst; margret@isafjordur.is.  

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um starfið.

                                                -Við þjónum með gleði til gagns-

Umsóknarfrestur:

21.05.2019

Auglýsing stofnuð:

06.05.2019

Staðsetning:

Hafnarstræti 1, 400 Ísafjörður

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Skrifstofustörf Stjórnunarstörf Sérfræðistörf Þjónustustörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi