Hrafnshóll ehf.
Hrafnshóll ehf.
Hrafnshóll ehf. hannar og byggir íbúðarhúsnæði um allt Ísland. Félagið framleiðir hagkvæmar íbúðir sem falla innan ramma laga og reglugerða um almennt íbúðarhúsnæði. Hrafnshóll byggir bæði húsnæði til leigu og sölu, einnig með Hlutdeildarlánum. Okkur vantar gott starfsfólk á stækkandi vinnustað.
Hrafnshóll ehf.

INNKAUP | VIÐHALD | TÆKJAUMSJÓN

Umsjón með vöru- og verkfæralager Hrafnshóls í Sundaborg og í byggingarverkefnum um allt land. Innkaup fyrir byggingarverkefni og samskipti við undirverktaka.

Umsjón með bílum og tækjum félagsins. Um er að ræða verulegt verkfærasafn og stækkandi flota af bílum, smærri jarðvinnuvélum, kerrum, vinnupöllum, öryggisgirðingum og þess háttar. Sjá til þess að reglubundnu viðhaldi og nauðsynlegum viðgerðum sé sinnt.

Mikill kostur ef viðkomandi getur sinnt smáviðgerðum og viðhaldi í byggingarverkefnum. Verkefnin eru um allt land og því æskilegt að viðkomandi sé tilbúinn að leggja land undir fót í fáeina daga í undirbúningi nýrra verkefna, fara með byggingarefni á verkstað o.s.frv.

Starfið getur vel hentað einstaklingi kominn yfir miðjan aldur með reynslu sem nýtist á þessum vettvangi.

Helstu verkefni og ábyrgð
Lagerumsjón. Skipulag og utanumhald á lager og vinnuaðstöðu í Reykjavík, Sundaborg.
Eftirlit með tækjum og verkfærum. Skráning á nýjum vélum og verkfærum.
Umsjón með bílaflota. Reglubundnar skoðanir og nauðsynlegt viðhald.
Dagleg innkaup á byggingarvörum og verkfærum fyrir verkefni félagsins. Samskipti við undirverktaka á verkstað.
Menntunar- og hæfniskröfur
Menntun og/eða starfsreynsla sem nýtist í starfinu.
Gott vald á ensku er nauðsynlegt (lesa/skrifa/tala).
Áhugi og góð almenn þekking á byggingarefnum, vélum og tækjum.
Bílpróf nauðsynlegt - og helst eldra próf með réttindi fyrir stærri kerrur og bíla. Meirapróf mikill kostur, en ekki nauðsynlegt.
Tölvuþekking ; tölvupóstur, word, excel
Fríðindi í starfi
Afnot af bíl
Auglýsing stofnuð15. september 2023
Umsóknarfrestur30. september 2023
Starfstegund
Staðsetning
Sundaborg 3-5 3R, 104 Reykjavík
Hæfni
PathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.ÖkuréttindiPathCreated with Sketch.Skipulag
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.