

INNKAUP | VIÐHALD | TÆKJAUMSJÓN
Umsjón með vöru- og verkfæralager Hrafnshóls í Sundaborg og í byggingarverkefnum um allt land. Innkaup fyrir byggingarverkefni og samskipti við undirverktaka.
Umsjón með bílum og tækjum félagsins. Um er að ræða verulegt verkfærasafn og stækkandi flota af bílum, smærri jarðvinnuvélum, kerrum, vinnupöllum, öryggisgirðingum og þess háttar. Sjá til þess að reglubundnu viðhaldi og nauðsynlegum viðgerðum sé sinnt.
Mikill kostur ef viðkomandi getur sinnt smáviðgerðum og viðhaldi í byggingarverkefnum. Verkefnin eru um allt land og því æskilegt að viðkomandi sé tilbúinn að leggja land undir fót í fáeina daga í undirbúningi nýrra verkefna, fara með byggingarefni á verkstað o.s.frv.
Starfið getur vel hentað einstaklingi kominn yfir miðjan aldur með reynslu sem nýtist á þessum vettvangi.











