
Innheimtufulltrúi - Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) óskar eftir að ráða innheimtufulltrúa í 80% til 100% starf. Viðkomandi starfar þvert á stofnunina og er hægt að sinna starfinu frá hvaða megin starfsstöð HSN sem er. Næsti yfirmaður er forstöðumaður bókhalds, innheimtu og greininga.
Heilbrigðisstofnun Norðurlands sinnir heilsugæsluþjónustu á Norðurlandi og rekur rúmlega 190 sjúkra-, hjúkrunar- og dvalarrými. Meginstarfsstöðvar HSN eru á Akureyri, Blönduósi, Dalvík/Fjallabyggð, Húsavík og Sauðárkróki. Íbúar á starfssvæði HSN, sem nær frá Blönduósi í vestri til Þórshafnar í austri, eru tæplega 38.000 og starfsfólk er um 750 talsins.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. janúar 2026 eða samkvæmt samkomulagi.
- Umsjón með reikningagerð, afstemmingum og innheimtu stofnunninnar
- Yfirumsjón með tekjuberandi samningum og eftirfylgni með þeim
- Upplýsingagjöf og þjónusta til innri og ytri viðskiptavina vegna innheimtumála
- Samskipti við innheimtufyrirtæki
- Rekstrargreiningarvinna með forstöðumanni
- Virk þátttaka í umbótaverkefnum og þróun ferla
- Önnur tilfallandi verkefni
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi*
- Reynsla af innheimtustörfum kostur
- Góð greiningarhæfni og talnaskilningur
- Nákvæmni og öguð vinnubrögð
- Frumkvæði, sjálfstæði og fagmennska í vinnubrögðum
- Þekking á bókhaldskerfi ríkisins (Oracle) og/eða tekjubókhaldi ríkisins (TBR) kostur
- Framþróun og faglegur metnaður
- Góð samskiptahæfni og þjónustulund
- Góð færni í töluðu og rituðu máli á íslensku og ensku
- Hreint sakavottorð og gott orðspor
*Til greina kemur að ráða öflugan einstakling með umfangsmikla reynslu og þekkingu af sambærulegu starfi.
Íslenska
Enska










